Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Page 20
154 BÁTSHÖFN BJARGAÐ N. Kv. uð. Má segja, að þar hafi hurð skollið nærri hælum, því að sennilega hefur skrúfan bilað þegar báturinn lagðist daginn áður. Fóru mennirnir þá landveg heim, nema formaður og vélamaður, sem biðu nokkra daga, unz fært var að senda bát til að draga Garðar til Fáskrúðsfjarðar. Þar með var lokið þessari svaðilför. Það hefur sennilega ekki verið einasta svaðil- förin, sem Siggeir Jónsson fór á Garðari, en sennilega sú happadrýgsta, þar sem honum tókst, með því að leggja líf skipverja í hættu, að skila helmingi fleiri mönnum í land, en hann reri með. Þó veit eg ekki til, að hann eða skipverjar á Garðari hafi hlotið neina opinbera viðurkenningu fyrir þetta björg- unarstarf, og lögðu þeir þó sjálfa sig í hættu við að bíða eftir hinum bátnum, því að líkur eru til þess, að Garðar hefði náð inn á Fáskrúðsfjörð um kvöldið, hefði hann eigi tafizt. En þetta afreksverk var engin tilvilj- un, því að Siggeir Jónsson var afbrags sjó- maður. Má fullyrða, að stundum hafi verið veitt björgunarlaun fyrir minni afrek en hér áttu sér stað. Og eitt er víst: Sagan um þann atburð, sem hér hefur verið skwt laus- lega frá, mun lifa í minningu manna á Aust- fjörðum, en þó einkurn þeirra, sem áttu ástvini sína á sjónum áðumefnda óveðurs- nótt. Harald Bache: Sigur ástarinnar. Magnús Guðmundsson þýddi. Vera Grong sat í horninu á lestarklefan- um og horfði á akra, engi, skóga, og m-osa- fláka líða framhjá. Hvert landslagið tók við af öðru. Hún dróg djúpt andann. Lengi hafði Irún ekki verið svona frjáls. Loksins var hún á leið í.fríið sitt, sem hún hafði þráð svo lengi, og unnið svo mikið til að fá. Sannarlega hafði þetta verið spennandi og erfiður tími, en launin voru líka mikils- verð. Hún hafði fengið mikið hrós, og vak- ið á sér eftirtekt. Ritdómararnir höfðu allir sem einn skrifað, — nú, að undanteknum einum, sem hafði víst aðra skoðun. — Heimskuleg gagnrýni, án nokkurar rétt- lætiskenndar. Gat hún þá aldrei gleymt þessari klausu í „Litteratur", eftir hinn þekkta rithöfund og gagnrýnanda Arne Casper. Alltaf þegar hún var glöð og ánægð, leitaði hugur hennar að þessu. Það var eins og þessi ritdómur he-fði tekið sér fasta ból- festu í sál hennar, og lægi þar í leyni til að spilla gleði hennar. Vera tók ferðatöskuna sína ofan af hill- unni og náði í blaðaúrklippurnar. Efst var sú, sem hún leitaði að. Ritdómur um „Sigur ástarinnar“, fyrstu skáldsögu Veru Grong. Hún las alla greinina, en sérstaklega það, sem liún þó kunni alveg utan að og hafði lesið mörgum sinnum. „Saga Veru Grong, er hefur unnið fyrstu verðlaun í verðlaunasamkeppni um beztu skáldsögu hjá B'ell-útgáfunni, gefur ótví- ræða sönnun fyrir því, að gera verður meiri kröfur til góðrar skáldsögu en góðan stíl, form, og gott mál. Hver saga á að gefa lesandanum innsýn í persónuleik manna. Maður verður að geta

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.