Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 21
N. Kv. SIGUR ÁSTARINNAR 155 séð lífið á bak við andlitin, og fundið snert- ingu þess. En Vera Grong hefir látið sér nægja and- litin, og þess vegna er saga hennar innihalds- laus gríma, — full af orðskrúði, en vantar allan sálrænan frumleik.“ Hún kastaði reiðilega frá sér úrklippun- um. Hvaða vit hafði þessi Casper á því, sem hann skrifaði um? Hann var líklesra oamall o o nöldurseggur, sem hafði enga hæfileika til að skilja eðli lífsins, og dæmdi því allt hart, sem ekki féll í hans smekk. Hana blátt á- fram hryllti við að hugsa lengur um hann, og svo fór hún að lesa hina ritdómana, til að fást við eitthvað geðfelldara. Hérna kvað nú við annan tón, tómt hrós um söguna og skáldkonuna. Lestin stöðvaðist allt í einu, og Vera kom til jarðarinnar aftur. I flýti tók hún saman farangurinn og fór út úr lestinni. Gistihúsið var tvo kílómetra í burtu þar sem hún ætlaði að dvelja. Hún gékk hliðar- veginn. Báðum megin uxu stór greni- og furutré. Sólin skein, og ilmur af söltu vatni og lyngi og blómum barst að vitum hennar. Vera stanzaði í skógarjaðrinum og naut út- sýnisins. — Hólmar og' sker, og á milli brúnar klapp- ir og haf, haf. — Hún fyllti lungun með hressandi lofti. Það mundi verða yndislegt að dvelja hór og njóta hfsins í friði og ró og hugsa um nýju bókina, sem hún hafði nú reyndar að mestu í höfðinu. En fyrst ætlaði hún að njóta þess, að eiga verulega skemmti legt frí. Gistihúsið var í alla staði ágætt, og gest- irnir voru vinsamlegir við hana. Sérstaklega var Sigurd Berge, málafærslu- maður stimamjúkur við lvana. Hann notaði sérhvert tækifæri til að vera henni til geðs, og smám saman urðu þau beztu kunningjar. Þau sigldu saman á smábát, fóru út í hólm- ana og fengu sér bað í sjónum og dönsuðu svo á kvöldin. Hann var fallegur og heill- andi maður, hafði ferðazt talsvert um heim- inn og átti góða stöðu í vændum. Berge liafði lesið bókina hennar og spáði henni góðri framtíð sem skáldkonu. Annars leit út fyrir, að áhugamál hans væri fyrst og fremst lögfræðin. Henni leiddist þetta dá- lítið, en þegar hann leit á hana með blik í augum og spurði svo glettnislega, hvort skáldkonan væri nokkuð reið, þá mátti hún til með að brosa, og svo var bara allt gleymt. Svo bar það til seinni part dags, að Berge stakk upp á því, að þau skyldu sigla næsta morgun út í Klaustureyju, sem lá út í fjarð- armynninu. Þar voru gamlar klausturrústir, og öllum sem sáu eyjuna, fannst hún svo falleg og rómantísk. Vera hafði ákaflega gaman af að sigla, og var himinlifandi yfir þessari uppástungu, og svo leigðu þau sér bát hjá fiskimanni, til að geta farið. Sama kvöldið varð Berge fyrir því óláni að hrasa um trjárót og brjóta annan hand- legginn. Læknirinn ákvað, að hann kæmi strax á spítalann. Vera hafði hlakkað mjög mikið til þess- arar skemmtiferðar með Berge og varð því í meira lagi vonsvikin, þegar hún heyrði um slysið, en þegar sólin skein næsta morgun og veðrið var indælt, þá tók hún þá ákvörðun , að fara ein. Gestirnir á gistihúsinu vildu fá hana ofan af þessu. Þeim fannst þetta geta orðið hættu- legt fyrir hana aleina, en Vera var örugg og ákveðin, og þessi mátulega sumargola fyllti hana löngun til að sigia út á hafið alein og þar við sat. Vera var ékki lengi að sigla út í Klaustur- eyju, sem lá yzt í Skerjagarðinum. Þar var gott að lenda, og öll eyjan var vaxin gróðri og trjám. Allan daginn reikaði hún þarna um og fór aftur að hugsa um ritdóm Caspers um bókina sína. Hún vissi ekki sjálf hvers vegna, en upp á síðkastið var hún farin að efast dálítið.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.