Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Qupperneq 31

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Qupperneq 31
N. Kv. DYVEKE 165 tekið til máls. „Eg veit með vissu, að hann Ætyður málstað okkar gagnvart Þjóðverjun- um; hann væri Mka fremur gáfnatregur, ef hann léti féflétta og misþyrma þegnum sínum.“ „Alveg rétt,“ mælti Jörgen Hansen, og hinir tóku undir það. „Eg hef fyrir satt, að í Ósló hefur hann takmarkað isérréttindi Hansa-kaupmanna,“ hélt kaupmaðurinn áfram. „Þegar hann kemur hingað, þá skulum við ná fundi hans og halda máli okkar til réttra laga, og þá fer að styttast í ráðsmennsku fógetans á Bj örgvinj arhúsi. “ Þá varð óp mikið, en konungur leit á Walkendorf og mælti: „Þessi maður mun hafa rétt að mæla; — ef eg aðeins vissi, hvern eg ætti að skipa í stöðuna.“ Þá tók Hermann Willums til máls um Niðurlönd, fegursta land í heimi, land frjálsra borgara, þar sem verzlun og við- skipti þróuðust og siglingar döfnuðu, en listir og vísindi blómguðust meir en nokk- urs staðar annars staðar í víðri veröld. „Ef þessi náungi er að sínu leyti eins fjölhæfur á öðrum sviðum og hann er í tnunninum, þá er hann ekki svo slakur,“ mælti konungur. En þegar þýzki kaupmaðurinn heyrði Niðurlöndum hælt, varð hann óður og upp- vægur. „Bölvaðir Hollendingarnir hafa ruðzt inn í Björgvin á móti lögurn og rétti,“ septi hann. „Þeir eru ekkert nema svik og prettir í viðskiptum, en þær dæmalausar raggeitur, að þeir flýja um leið og þeir sjá lýbska flotann." Hermann Willums hrá sverði, en hop- aði um leið eitt skref á hæl, svo að hann stóð að baki öðrum. Þjóðverjinn brá líka sverði, og brátt blikaði á marga tugi sverða 1 eldbjarmanum frá bálinu. »,Við skulum fara, yðar náð,“ mælti Walkendorf og greip i ernxi konungs; „þér megið ekki lenda í neinum skærum.“ En konungur var tregur til að fara. „Albrekt," mælti hann; „vertu hér eftir og gáðu að, hvernig þessu í-eiðir af. Ef Þjóðverjarnir verða ofan á, þá hlauptu í skyndi ofan á bryggjuna og sæktu eina tuttugu af liðsmönnum mínum.“ Hann gek'k frá bálinu með kanslaranum út á mosagróið fjallið. Bjart var sem á degi væri. Að baki sér heyrðu þeir ysinn og þysinn frá bálinu. Þeir nánxu staðar við lágvaxinn greni- og furulund. „Hér ætla eg að hvíla mig,“ mælti kon- ungur og settist á mosavana klöpp. „Hér er fagurt útsýni yfir bæinn, höfnina og skipin, — undarlegt, að eg skuli aldrei áður Ixafa konxið ti] Björgvinjar.“ „Þei-þei, yðar náð,“ lxvíslaði Walkendorf og benti inn í lundinn. Piltur og stúlka komu gangandi, héldu hvort utan unx annað og tóku ebkert eftir þeim. Litlu lengi'a frá stóðu piltur og stúlka og voru að kyssast. „Ertu að hugsa unx þitt heilaga heit?“ spurði konungur. „Þá afneitaðir jxú lysti- senxdunx heimsins. Verið getur, að þú iðr- ist þess nú og öfundir m'anninn þarna.“ „Hver veit unx það?“ svaraði Walken- dorf. „Örlög min eru svipuð þínum,“ mælti konungur; „að vísu get eg tekið konu í fang mér, ef mig langar til, en ef eg á að kvænast einhvern tíma, þá verður það er- lend konungsdóttir, sem eg hef aldrei séð áður og engan ástarhug fellt til. — Slíkt er hlutskipti konunganna.“ „Þei-þei,“ hvíslaði Walkendorf aftur. Fleiri komu í ljós, alltaf tvö og tvö sam- an, öll frá sér numin af ást og sumarsælu og héldu á blómum. Þau gengu franx eins og þau sæju engan, en ef þau komu auga á einhvern, skutust þau inn í skugga skóg- arins. „Við skulum fara á bak við tréð þarna,“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.