Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Síða 33

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Síða 33
N. Kv. DYVEKE 167 hún úr fótunum, dustaði mosann af pilsinu ■og fór að flétta hárið raulandi. „Er hún ekki fögur?“ spurði Walkendorf. Konungur starði enn þegjandi. Dyveke lauk við að flétta hárið, batt á sig húfuna og lagðist aftur á bak í mjúkan mos- ann. Þá kom Hans fram í skógarjaðarinn og kallaði nafn hennar, en hún lmipraði sig saman, svo að hann sá hana ekki og hljóp aftur inn í skóginn. „Sagði eg ekki satt, yðar náð?“ hvíslaði Walkendorf. Konungur kinkaði kolli. Svo stóð hann upp, dró andann djúpt að sér nokkrum fiinnum og settist aftur við hlið kanslarans. „Hver er hún, Eiríkur?“ spurði hann. „Það er Dyveke, sem eg sagði yður frá,“ svaraði Walkendorf. „Eg þekki hana ekki að öðru en því, en að hún er dóttir hol- lenzkrar konu, sem á búðarholu í bænum. — Hún er fögur sem engilf, eins og þér sjáið, og mér var sagt í bænum, að hún væri allra meyja heiðvirðust." Konungur horfði ýmist á Dyveke, Wal- kendorf eða út í bláinn; það var eins og hann .vissi ekki, hvernig hann ætti að snúa sér. Kanslarinn sá, hve rnjög fegurð Dyveke hafði fengið á hann, og brosti. „Eg vissi það vel, yðar náð,“ sagði hann, „að þér munduð falla í stafi, ef þér sæjuð Dyveke. — Undarlegt, að slík móðir skuli «ignast aðra eins dóttur. Sagt er, að huldu- fólk skipti stundum á mennskra manna hörnum og umskiptingum sínum. Hugsazt gæti, að englarnir liefðu lagt himnabarn í skaut Sigbritar." Konungur játaði því. „Við skulum hafa tal af henni,“ mælti Walkendorf; „getur vel verið, að skynsemi hennar standi ek!ki fegurðinni að baki.“ Konungur þaggaði niður í honum og stóð ^kki upp. Kanslarinn leit á hann og sá, að hrifning hans var meiri en hann hafði bú- lzt við. Honum duttu í hug konur, sem kon- Ungi hafði litizt vel á sem snöggvast, en gleymt samstundis aftur. Hann fór að ótt- ast um örlög Dyveke og velti fyrir sér, hvernig hann ætti að fá konung á burt með sér. „Yðar náð hefur á réttu að standa,“ imæLti hann, „við eigum að láta stúikuna í friði. Kurteisislegra væri að koma á morgun í búð Sigbritar og tala við þær báðar.“ Konungur svaraði engu; hann var að horfa á Dyveke, sem settist snöggvast upj), teygði úr handfeggjunum og lét sig falla aftur á bak í laufbinginn. „Eiríkur Walkendorf," mælti hann svo, „nú skalt þú fara, því að eg vil vera einn.“ „Yðar náð!“ sagði kauslarinn sikelkaður. „Hvað ]oá?“ svaraði konungur. „Þó að eg tali við þessa stúlku, þá þarft þú ekki að túlka á milli. Farðu til bæjarins og búðu allt undir komu mína á konungsgarðinum. Eg kem eftir nokkra stund.“ Eiríkur Walkendorf stóð upp, en fór ekki undir eins. „Hvað nú?“ sagði konungur óþolin- móður. „Yðar náð verður að minnast þess, að Dyveke er saklaust barn.“ Konungur benti niður í bæinn, og svo fór kanslarinn. Dyvake reis snöggt ujDp, þegar hún varð konungsins vör. Hann beygði sig niður að henni og leit á hana með því augnaráði, að hún lagðist aftur niður í laufið og lokaði augunum. „Dyveke,“ mælti hainn blíðlega, „Dyveke, litla dúfa.“ Hún opnaði augun aftur, horfði iengi á hann og brosti. Henni virtist hann vera svo stórleitur, augu hans svo mikilúðleg og góðleg, .... það stóð af þeim ljómi, .... hún horfði á rautt varaskeggið, .... rauðar varirnar, sem brostu, svo að sá í hvítar tennurnar. . . . „Dyveke,“ mælti hann aftur, „— litla dúfa.“ „Já,“ svaraði hún.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.