Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 39
N. Kv.
DYVEKE
173
þess að konungur tæki eftir henni. En hann
reið fram hjá þekn öllum og horfði á ýmsa
vegu, því að hann kom ekki auga á þá, sem
hann var að svipast að. Allt í einu stöðvaði
hann hestinn, beygði höfuðið hæversklega
og rétti frarn höndina.
,,Dyveke,“ mælti hann, „viltu vera maj-
bfúður mín og njóta valds og sæmdar með ■
mér í dag?“
Hann beið ekki eftir svari hannar, heldur
tók liann hana í fang sér, setti hana fyrir
framan sig og reið aftur þangað sem borðin
stóðu. Ymsir hrópuðu samsinningaróp, en
ekki eins margir og áður. Sums staðar lieyrð-
ist jafnvel Imeyxlunarskvaldur. Betri borg-
arar bæjarins voru sem þrumulostnir yfir
kjöri konungs, og konur þeirra lágu ekki á
því, að þær væru bæði vonsviknar og gram-
ar. Dyveke sá þetta og fölnaði við; en þá
mætti hún augnaráði konungs, sem ljóm-
aði alveg eins og nóttina áður, og þá glaðn-
aði aftur yfir henni.
„Dyveke, litla dúfan mín,“ hvíslaði hann
í eyra henni og kreisti hönd hennar í laumi,
svo að hana kenndi til.
„Lifi majgreifinn og majbrúður hans!“
hrópaði bæjarstjórinn. •
Hljóðpípur og og bumbur tóku undir og
mannfjöldinn réð sér ekki fyrir kæti.
„Þarna gerði hans náð okkur ljótan
grikk,“ sagði Hinrik Bagge við Jörgen Han-
sen, þar sem þeir stóðu til hliðar.
„Því þá það?‘ ‘svaraði Jörgen. „Því verður
ekki neitað, að Dyveke er langlaglegasta
stúlkan í Björgvin, svo að við getum unnað
henni tignarinnar daglangt.“
,,Guð má vita, hvað Sigbrit segir, þegar
hún fréttir þetta,“ mælti garðfógetinn. „Ef
eg hef lesið rétt augnaráð konungs, þegar
hann horfði á Dyveke, þá má leggja nóttina
við.“
,,Hvað betra ætti að Hggja fyrir hollenzku
stelpunni en að ganga í augu konunginum?"
sagði kona hans. „Ef það hefði verið heiðar-
leg borgaradóttir, þá væri öðru máli að
gegna.“
„Þú mátt skammast þín, kona,“ svaraði
fógetinn. „Farðu og bjóddu hans náð Vi-
beke, og vittu til, hvort hann bítur á krók-
inn.“
Móðir Vibeke lygndi augum til himins og
tók ábótann, sem hjá þeim stóð, til vitnis
um, hve háskalegan munnsöfnuð maður
hennar hefði. — En Jörgen Hansen fannst
réttast að ganga til Sigbritar og segja henni
frá þessu. Hann hafði líka ráðið af augna-
ráði konungs, að hann mundi ekki hafa kos-
ið Dyveke eingöngu vegna fríðleikans.
Hann fór að hugsa um það, sem dóttir hans
hafði sagt honum um hvarf hennar nóttina
áður, og gat sér nokkurn veginn rétt til um
ástæðuna. Hann bjóst við, að allt gæti það
lagazt við góða gjöf frá konungi, því að
varla mundi Sigbrit slá hendi við henni.
Svo var setið að borðum og drukkið fast.
Albrekt stóð á bak við stól konungs og
þjónaði honum, en Eiríkur Walkendorf sat
fyrir neðra borðenda. Hvert skipti, sem kon-
ungur tók til máls, þögnuðu allir aðrir; svo
fíknir voru menn í að heyra orð hans og svo
sjaldgæft var þar að heyra konung tala, að
mönnum fannst það ganga ævintýri næst.
Þarna sat konungurinn, þrekinn og
kraftalegur. Rödd hans var djúp og skýr,
augun hvöss og greindarleg. Enginn gat bú-
izt við, að hann talaði af sér, þótt ölvaður
væri. Eiríkur Walkendorf tók eftir, hvern-
ig ljóminn af augnaráði hans lifnaði, þegar
hann hallaðist að Dyveke. Hann talaði svo
lágt við hana, að enginn heyrði orðaskil, en
hún roðnaði og hló og horfði glaðlega í
móti.
Borðhaldið stóð lengi, en loksins var því
lokið, og þá var borðum hrundið, svo að
dansinn gæti byrjað. Fyrst kvað við pípu-
blástur og bumbusláttur, en þagnaði, þegar
konungur leiddi Dyveke fram á sviðið. Á
eftir þeim kom Eiríkur Walkendorf með
fógetafrúnna og næstur Hinrik Bagge með