Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 42

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 42
176 DYVEKE N. Kv. þér verið við óbrotna borgara, en skriðið á hnjánum fyrir lýbsku böðlunum. Svo eruð þér huglaus eins og hornkerling í þokkabót, lyginn og sjálfhælinn, til skammar og sví- virðingar þeim konungi, sem þér áttuð að þjóna hér á Björgvinjarhúsi. Svei yður, skálkur og prakkaril En get hrækt á yður.“ Sigbrit var staðin á fætur. Hún hrækti til hans og hitti á stígvélið og árétti orð sín með því að pjakka stafnum í gólfið. Hún tók ekki eftir því að dyrnar höfðu opnazt og konungur stóð á þröskuldinum ásamt þeim Eiríki Walkendorf og Albrekt. Hún sneri eldrauðu andlitinu að komumönnum, en lét sér þó engan veginn bilt við verða. „Þar mun vera hans náð, vænti eg,“ mælti hún, „og eg vona, að þér hafið heyrt hvert orð, sem eg sagði við Hinrik Bagge.“ ,,Eg heyrði þau,“ svaraði konungur og hló; „þau voru nokkuð svæsin, sum hver.“ „Nú skal eg láta vörðinn reka þessa ruddalegu konu á dyr,“ mælti fógetinn; „hún er ekki hingað komin að mínum vilja. Þetta er hollenzk sölukerling, sem segir, að yðar náð hafi gert boð eftir sér.“ Konungi brá í brún og leit á Sigbritu. „Eruð þér Sigbrit Willums?" spurði hann. „Svo kvað vera,“ svaraði hún þurrlega, „og yfir klukkustund hef eg beðið yðar hér í forsalnum, þó að eg sé fátæk sölukerling, eins og fógetinn orðaði það, og megi varla frá búðinni fara um háannatímann. Og ekki hef eg sagt annað við Hinrik Bagge en það, sem satt er, eins og yðar náð mun komast að raun um.“ „Þér skuluð fá fullar skaðabætur,“ mælti konungur. Síðan gekk hann einu skrefi nær garð- fógetanum, leit hvasslega á hann og mælti: „Nú eruð þér ekki lengur garðfógeti hér á Björgvinjarhúsi. Eg get ekki notað menn eins og yður.“ „Æ, yðar náð; þér verðið að hlusta á mál mitt áður en þér rekið mig frá,“ sagði hann aumlega. „Þér getið afhent kanslaranum lyklana og gert upp reikningana við hann,“ svaraði konungur stuttur í spuna. Hann sneri baki að fógetanum, gaf Sig- britu bendingu og gekk á undan henni inn í herbergi sitt. Albrekt lokaði á eftir þeirn og stóð svo á verði við dyrnar, en Eiríkur Walkendorf fór út með fógetanum. Kristján konungur bauð Sigbritu sæti á bekk innan við dyrnar, og hún settist þegj- andi. Hún setti stafinn milli knjáa sér, studdi hökunni á handfangið og horfði stöðugt á konung, þegar hann gekk til og frá um hetbergið. Hann var yngri en hún hafði búizt við, en karlmannlegur á velli, lierðabreiður og kraftalegur, þótt ekki væri hann hár. Hann leit á hana við og við, og hún leit ekki undan. Loksins settist hann í leðurfóðraðan hægindastól, rétti fæturna frá sér og tók vinstri hendi um meðalkafla sverðsins, um leið og hann lagði kreppta hægri höndina á borðið. „Jæja, Sigbrit Willums," mælti hann síð- an, „segið mér eitthvað um yður og af yðar högu,m.“ „Af mér er fátt að segja, yðar náð,“ svar- aði hún. „Hvers vegna spyrjið þér um mig? Ætlið þér ef til vill að veita mér -eittlivert embætti?“ „Konum veitum við ekki -embætti, Sig- brit,“ mælti konungur og hló við. „Það gerið þið að vísu ékki,“ svaraði hún, „og mundu þær þó stundum rækja þau bet- ur en karhnénm. Líti eg á þá nnenn, sem þér hafið í þjónustu yðar hér í Björgvin, þá hugsa eg að Noregur liljóti að vera ríkasta land 'í heimi.“ „Hvers vegna haldið Jrér það?“ spurði konungur. „Það liggur nærri að halda það, þegar þess er gætt, hve lítið af tekjum konungs kemur í hans vasa,“ svaraði Sigbrit hægt. „Veit yðar náð, hvar skattarnir lenda, eða tollarnir? Vitið þér, hvort sá greiðir, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.