Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Síða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Síða 45
N. Kv. DYVEKE Í79 „Lítið svo á kaupmennina hér í bænum.“ mælti hann, „þeir kvarta undan drambi Garpa, og eg bæði vil og get hjálpað þeim, því að Lýbiku-valdið er liættulegt ríkjum mínum. En ef eg ræki Hansa-kaupmenn úr Björgvin, mundi öll verzlun fara í kaldakol; Norðmenn kunna ekki að reka verzlun, Sig- brit.“ „Látið þá útlendingana kenna þeim það, á meðan þeir eru ,hér,“ svaraði Sigbrit og pjakkaði stafnum í gólfið til áréttingar orð- um sínum, „en látið þá ekiki fá svo mikil sérréttindi, að þeir steypi landsmönnum í örbirgð. Látið þá greiða skatta og tolla eins og landsmenn sjálfa. Bjóðið þeim að koma hingað roeð konur sínar eða þá kvænast inn- lendum konum, svo að þeir ílendist hér, en hegði sér ekki eins og þýzku piparsveiharn- ir, sem dveljast hér um skeið og iðka áflog, illdeilur og kvennafar, fara svo heim til Lý- biku og stofna bú fyrir það fé, sem þeir hafa reytt af Norðmönnum.“ „Þér lrafið svei mér karhnanns vilja og brjóstvit, Sigbrit,“ mælti konungur með að- dáun. „Það gagnar lítið, af því að ,eg er kona,“ svaraði hún, „en eg er fædd í landi, þar sem verzlunin er í blóma og fyllir konungssjóð rauðagulli. Eins gæti verið í Noregi, ef yðar náð vildi svo vera láta.“ Kristján ikonungur stóð við gluggann og horfði ofan í húsagarðinn. „Gætið þér að, yðar náð,“ mælti hún enn, ..svona er það hér í Björgvin og alls staðar, þar sem Lýbikumönnum er hossað, að dón- unum er ívilnað, en lieiðarlegum mönnum refsað. í fyrrasumar dóhér hollenzkur kaup- tnaður, sem sigldi hingað, veiktist af pest og lézt úr henni. Yfirvöldin lögðu löghald á eigrtir lians, sem voru miklar, og þótt erf- ingjarnir í Hollandi liafi margkært þetta, hafa þeir ekikert 'fengið. Er þetta nokkurt réttlæti, má eg spyrja? Haldið þér að annað eins og þetta hvetji atorkusama kaupmenn til að sigla- til landa yðar?“ „Nei, fari það í logandi,“ svaraði kon- ungur. „Og ekki fór betur fyrir Skota nokkrum, sem strandaði hér inn við fjallið,“ mælti hún. „Þeir tóku allt af honum, hvert tangur og tötur, og bönnuðu honum að bjarga nokkru af því í land.“ „Svona er það víst um allan heim,“ sagði konungur. „Hvað um það, ef það er rangt?“ spurði hún. „Væri það ekki drengskaparbragð af konungi að bæta svo réttarfarið í ríkjum 'SÍnum, að það spyrðist langt út í heirn? Sagt er syðra í ríkjum keisarans, að á Norður- löndum búi skrælingjar einir. Gæti ekki Kristján konungur orðið fyrri til og sýnt þeim þar syðra, að sumt megi læra af skræl- ingjunum? Hvað væri því til fyrirstöðu, að Kristján konungur gæfi út þá réttarbót, að skipbrotsmenn mættu ibjarga fé sínu á land, þar sem þeir eru komnir í friðsömum verzl- unarerindum?“ Konungur sneri sér við og horfði á hana. „Ef guð lofar, skal svo verða, og meira en það, Sigbrit,“ mælti hann. „Guð fer að vilja konungsins," mælti hún. „Heimskingjarnir kvarta við guð, aularnir varpa áhyggjum sínum upp á hann, en vask- leikamenn treysta á mátt sinn og megin.“ „Þér leysið djarflega frá skjóðunni, Sig- brit,“ mælti konungur brosandi. „Eg yrði ekkert hissa, þótt einhver kærði yður fyrir mök við þann gamla.“ Hún yppti öxlum fyrirlitlega. — Þá var hurðin opnuð, og Albrekt von Hohendorf leit inn fyrir; hann kvað Eirík Walkendorf bíða fyrir framan eftir viðtali við konung. „Láttu hann doka við,“ sagði konungur. Þjónninn fór og þau töluðust við áfram. Konungur spurði um ástandið í Hollandi, og hún svaraði skýrt og greinilega. Hún var öllu kunnug og gat gefið svör við öllu, en mest undraðist konungur vitsmuni hennar í fjármálum. „Já, Sigbrit," mælti hann, „ef þér væruð

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.