Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 46
180
DYVEKE
N. Kv.
karlmaður, þá skylduð þér gefa mér ráð um
allar þær miklu fyrirætlanir, sem eg hef á
prjónunum."
„Kona getur líka gefið ráð,“ svaraði hún,
„en konungur getur. sjálfsagt náð í nýtilega
karlmenn, ef hann þarf þeirra með og lofar
þeim að reyna sig.“
„Haldið þér það?“ mælti hann. „Mér
finnst stundum, að í Noregi séu eintómar
herkerlingar.“
„Þá get eg bent yðar náð á mann, ef þér
hafið eitthvað handa honum að gera. Hann
heitir Jörgen Hansen, skjótráður maður og
einbeittur og mjög hollur yðar náð. Hann
er Jóti, en hefur búið hér mörg ár. Það er
óhætt að reiða sig á hann.“
Konungur greip skjal, sem lá á borðinu,
og ætlaði að rita nafnið, en skriffjöðrin
vildi ekki selja blekinu. Þá tók Sigbrit fjöð-
ur úr barmi sér, skar hana til, dýfði henni í
blekhornið og skrifaði nafn Jörgen Hansens
skýrum stöfum.
„Þér kunnið líka að skrifa?“ mælti kon-
ungur. „Það er einkennilegt, að slík kona
sem þér skuli hokra í sölubúð í Björgvin
og selja sjómönnum og almenningi smá-
kökur.“
„Það er ekki heldur erindi mitt hingað,"
svaraði hún, „en eg get gert það eins og
annað.“
Albrekt gægðist aftur inn fyrir stafinn og
sagði, að Eiríkur Walkendorf mætti ekki
bíða lengur; því að hann færi með áríðandi
erindi.
„Þarna sjáið þér, Sigbrit," mælti konung-
ur og hló, „kanslarinn bíður, á meðan eg
tala við yður.“ Hann gekk út að glugganum
og hélt svo áfram:
„Þarna gengur hún í garðinum. . . .
Dyveke, litla dúfan mín. Eg lofaði að hitta
hana í morgun og svo gleymi eg því vegna
móðurinnar." — Hann sneri sér að Sigbritu
og mælti:
„Guð fylgi yður, Sigbrit Willums. Við lát-
um standa við það, sem við höfum sagt. Eg
skal láta búa út íbúð handa ykkur mæðgun-
um í Ósló. Eftir fáa daga fer eg héðan sjó-
leiðis, en eg ætlast til að þið farið landveg.
Oft er stormasamt við Norea;sstrendur og
lítil þsegindi að bjóða í herskipum. Vel get-
ur verið, að eg sendi yður boð, áður en eg
fer.“
Sigbrit stóð upp þunglamalega og missti
stafinn um leið. Kristján konungur gekk
fram einu skrefi nær henni, eins og hann
ætlaði að rétta henni hann, en nam þá stað-
ar og teygði úr sér tígulega. Herbergis-
þjónninn vatt sér að, tók upp stafinn og
rétti henni hann hæverskle2;a.
Sigbrit þakkaði fyrir og kinkaði vinsam-
lega kolli til hans. Síðan hneigði hún sig
hæversklega fyrir konungi og gekk hægt til
dyra.' Þegar hún stóð á þröskuldinum,
ávarpaði konungur hana að nýju, og hún
sneri sér við.
„Ef þér æskið einhvers," mælti hann, „þá
segið til, og það verður veitt yður.“
Sigbrit hneigði sig aftur.
„Eg þakka yðar náð margfaldlega," mælti
hún.
Hún gekk þunglamalega út um hliðið,
yfir vindubrúna og heim í íbúð sína. Alls
staðar var horft á hana og hvíslazt; sumir
hlógu. En hún horfði hvorki til hægri né
vinstri. Hún var að hugsa um það, að þegar
hún gekk um forsalinn, hafði Eiríkur Walk-
endorf staðið út við glugga og snúið baki
við henni, svo að hann komst hjá að heilsa
henni.
En konungur sat í herbergi sínu og hlust-
aði annars hugar á skýrslu kanslarans um
yfirgang og ofsa Garpa.
„Yðar náð hlustar ekki á orð mín,“ mælti
kanslarinn.
„Eg er að hugsa um Sigbritu Willums,"
mælti konungur; „hún er einstök kona,
hyggnari en margur karlmaður. Væri hún í
buxum, en ekki í pilsi, ætti eg einum góð-
um ráðgjafa fleira."