Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 47
N. Kv. DYVEKE 181 „Ágætt fyrir okkur, að hún er í pilsi,“ svaraði Walkandorf. „Já, svo er það, Eiríkur," mælti konung- ur og hló; ,,væri hún karlmaður, þá gerði eg hana fyrst að kanslara mínum og svo að erkibiskupi í Þrándheimi." „Þá hefur yðar náð goldið Dyveke dýru verði,“ mælti kanslarinn. Konungur hrökk við. „Eg tel Dyveke þess virði,“ mælti hann. „Það var rétt hjá þér, Eiríkur, að fegurri kona er engin í þessum heimi. í faðmi henn- ar freistast eg til að gleýma landi og ríki.“ „Yðar náð, ....“' En konungur sá á andliti hans, að nú mundi vera von á prédikun, og hana nennti hann ekki að hlusta á. „Þú ert munkur,“ sagði hann og hló, ,,en eg er konungur og eg á Dyveke." — Síðan tók hann pellshúfu sína og gekk raulandi burtu. Rétt á eftir sá Eiríkur Walkendorf út um gluggann, að konungur gekk með Dyveke í garðinum. „Guð einn og allir heilagir vita, hvað úr þessu verður,“ mælti hann við Albrekt von Hohendorf, sem stóð hjá honum. „Já,“ svaraði Albrekt. Kanslarinn leit á hann og hló; svo skrýt- inn var þjónninn á svipinn. Og þjónninn tók undir hlátur kanslarans, eins og vera bar. 13. kap. Kveðjur. Sigbrit Willums hafði selt búðina ná- grannakonu sinni, sem hún hafði kynnzt. Heldur hafði hún verið dýrseld og áskilið sér rétt til að búa í stofukytrunni á bak við búðina, þangað til hún legði af stað; en það átti að verða sama dag, sem konungur sigldi herskipunum þaðan. Mæðgurnar áttu að ferðast landveg, og Albrekt von Hohendorf að fylgja þeim. Menn voru alltaf að koma að búðinni til þess að sjá þær Sigbritu og Dyveke, en þeir fengu aldrei forvitni sinni svalað, því að Dyveke var á Björgvinjarlrúsi hjá konungi og hafði fengið þar sérstakt herbergi til íbúðar, þvert ofan í tillögur kanslarans, og Sigbrit fór ekki fram úr stofu sinni. Þar veitti hún viðtöku gamla vini sínum, Jörgen Hansen, og þau töluðust lengi við. „Nú líður að því, að eg geti endurgoldið yður vináttuna,, Jörgen Hansen,“ mælti hún. „Vel getur verið, að eg geti gert meira fyrir yður, en þér fyrir mig.“ „Svo má vera,“ svaraði hann, „og þó er það ekki þess vegna, sem eg kem.“ „Jæja,“ rnælti Sigbrit; ,,eg hélt, að þér inunduð vilja smíða, meðan járnið væri heitt. Mennirnir eru hvikulir í skapi, og konungar eru menn öðrum fremur. Þér haldið auðvitað, að um leið og konungur verði leiður á Dyveke, sé úti um vald Sig- britar. En verið getur, að þér og aðrir, sem búast við því, misreiknið ykkur.“ „Eg er ekkert að hugsa um það,“ svaraði Jörgen. „Eg vona, að dóttir yðar verði ekki fyrir vonbrigðum, og eg veit að þér eruð svo hyggin að tryggja ykkur allar nauðsynjar, áður en lýkur. Nei, eg er kominn hér vegna Edle.“ „Hvað er umTrana?" spurði Sigbrit. Jörgen Hansen var dálítið vandræðalegur og átti erfitt um að koma orðum að erind- in'u, en þannig var ástatt, að jrær mæðgur, Edle og móðir hennar, höfðu sagt blátt áfram, að þær vildu engin mök við Dyveke hafa, úr því að hún væri orðin frilla kon- ungs. Og þótt Jörgen Hansen tæki í sjálfu sér ekki svo mjög hart á þessu, þá var hann á sama máli og mæðgurnar og var því feginn, að dóttir hans hafði ekki sætt þeim kjörum. Sigbrit horfði á hann og rak upp hlátur. „Eg get séð á yður, hvað þér eruð að hugsa um;“ sagði hún svo, „þér þurfið ekki að segja mér það. Dyveke hugsar ekki um annað en ást sína, og nú erum við á förum héðan. Það spillir í engu okkar í milli. Og kornist Edle einhvern tíma í vandræði, þá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.