Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Blaðsíða 48
182
DYVEKE
N. Kv.
sendið hana til Óslóar. Konungur hefur lof-
að mér góðu steinhúsi, þar sem eg á að búa
með dóttur minni og nauðsynlegu þjónustu-
fólki.“
„Á Dyveke að verða hjá yður?“ spurði
Jörgen Hansen hissa.
„Þannig er það ákveðið,“ svaraði Sigbrit.
„Hans náð getur heimsótt okkur eftir eigin
vild. En væri Dyveke i konungsgarði, þá
gætu þeir gert henni illt, sem það vilja, og
sá, sem konungi er kær, á alla að óvinum.“
,,Þá hittið þér konunginn um leið,“ sagði
Jörgen Hansen og kinkaði kolli. „Það skul-
uð þér vita, Sigbrit, að eg er ekki á sama
máli og kona mín og dóttir í þessu efni.
Væri það borgari hér í bænum eða jafnvel
aðalsmaður, sem hefði glapið hana, þá væri
öðru máli að gegna; en konungur hefur
aðra aðstöðu en aðrir menn í ríkinu. Ef eg
væri ung stúlka, þá kysi eg heldur þá ást,
sem hann leggur á Dyveke, en kórónuna,
sem hann setur einhvern tíma á höfuð ein-
hverrar prinsessu og er samt sem áður alveg
sama um hana.“
„Nei, það munduð þér ekki gera, Jörgen
Hansen,“ svaraði Sigbrit kankvís á svip, „en
það stendur alveg á sama, hvað þér hefðuð
gert í sporum ungrar stúlku. Dóttir mín er
konungsfrilla, og við því verður ekki gert.
Það mun verða okkur báðum til gagns og
tjóns, og það lendir á mér að sjá um, að það
fyrrnefnda verði yfirgnæfandi."
Hún sat og hugsaði um stund, en hélt svo
áfram:
„Menn segja hér í Björgvin, að eg hafi
selt dóttur mína, og ef henni tekst að varð-
veita ást hans, verður viðkvæðið það sama
um öll ríkin þrjú, þegar Hans konungur er
sálaður. Nú skal eg segja yður nokkuð, og
þér skuluð ekki láta það berast út. Dyveke
hitti konunginn og hann glapti hana án
minnar vitundar, og eg kom á Björgvinjar-
hús af þvi að hans náð gerði mér orð. En
þegar eg hafði talað við hann um stund,
óskaði eg mér þess, að eg ætti enga dóttur.
Kristján konungur er skynsamur maður,
sem kann að meta góð ráð, en hann gæti
líka sótt þau hingað, þó að engin Dyveke
væri annars vegar.“
„Jæja, það er svo,“ svaraði Jörgen Han-
sen. Hann gat litlu svarað þessu, en hugsaði
með sjálfum sér, að Sigbrit væri nokkuð
dramblát. En þá ympraði hann á öðru er-
indi sínu, senr var það, að hún ætti að út-
vega Hermanni bróður sínum lausu fógeta-
stöðuna á Björgvinjarhúsi.
„Hvers vegna viljið þér ekki sjálfur þá
stöðu?“ spurði Sigbrit. „Eg minntist á yð-
ur við konunginn í því skyni, að þér tækjuð
við stjórninni á Björgvinjarhúsi.“
„Eg þakka fyrir það vinarboð," svaraði
hann, „en látið Hermann fá stöðuna, ef þér
getið. Satt að segja er eg ekkert fíkinn í að
stjórna þessum bæ, ef hann verður hér, og
hann hefur sagt mér, að þér viljið ekki hafa
hann með yður til Óslóar."
„Guð forði mér frá því,“ sagði Sigbrit,
„en þegar Hermann kemst á heljarþröm,
eins og hann er vanur, þegar hann kemst yf-
ir eitthvað, þá verðið þér eftirmaður hans.“
„Við getum talað um það síðar,“ svaraði
Jörgen.
„Þér eruð hygginn maður,“ mælti Sigbrit,
„en ekki þurfið þér að óttast, að Hermann
geti spillt á milli okkar. Við skulum láta
þetta eiga sig, hvað mig snertir. Þér verðið
hér kyrr og látið mig vita, hvernig hann
hegðar sér, og svo gerum við okkar ráðstaf-
anir.“
Jörgen Hansen fór og mætti Eiríki Wal-
kendorf fyrir utan búðina; hann spurði,
hvort Sigbrit væri heima.
„Hún er heima, eg kem einmitt frá
henni„“ svaraði Jörgen.
„Hvað segir hún?“ spurði kanslarinn.
„Hún segir ekki annað en það, sem hún
segir alltaf,“ svaraði Jörgen; „það er djúpt
á flestu í brjósti Sigbritar Willums, því að
hún er ekki eins og fólk er flest.“
Eiríkur Walkendorf gekk inn í búðina