Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 50

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Side 50
184 DYVEKE N. Kv. hún. „Hans náð hefur lofað að láta reisa steinhús handa mömmu og mér rétt upp við höllina, svo að hann geti horft niður til mín úr glugganum og komið til mín, þegar hann vill.“ „Mér verður ekki lofað að fara til Óslóar, Dyveke," svaraði Edle og grét fögrum tár- um; „eg vildi það ekki heldur, þó að eg mætti. — Við Vibeke biðjum daglega fyrir sál þinni; — eg ætla að ganga í klaustur með henni, — mér finnst ekki vera vert að lifa hér í heimi, síðan allt snerist á ógæfuhlið fyrir þér.“ „Um hvaða ógæfu ertu að tala?“ spurði Dyveke og horfði á hana stórum, rólegum augum. „Er það þá ekki satt, sem sagt er, að þú sért frilla konungsins?" spurði Edle. Dyveke roðnaði, leit niður fyrir sig og lagði hendurnar í kjöltu sér. Edle varð litið á þær og sá glitrandi hring, sem konungur hafði gefið henni. Síðan stóð Dyveke á fæt- ur, rjóð í kinnum, þóttafull á svip og hnar- reist. „Um það get eg ekki talað við þig,“ mælti hún. „Þú ert barn í þeim sökurn, en eg er fullorðin kona, og konungurinn elskar mig.“ „Æ, Dyveke, þú hefur drýgt alvarlega synd,“ mælti Edle. „Við Vibeke erum á einu máli um það, að þú hafir orðið fyrir álög- um; við tölum um það á hverjum degi og erum komnar að þeirri niðurstöðu, að þetta sé allt að kenna kuklinu, sem þú hefur farið með. Æ, Dyveke, ef þú fengist til að hætta við þetta og ganga í klaustur með okkur, skrifta og biðja um syndafyrirgefningu, væri ef til vill enn hægt að frelsa sál þína frá eilífri glötun." „Eg veit ekki um neina synd,“ svaraði Dyveke. „Gáttu í klaustur með Vibeke og biddu fyrir þeim, sem þarfnast fyrirgefn- ingar." Síðan sneri hún sér frá og gekk upp að konungsgarðinum. „Dyveke, Dyveke!“ hrópaði Edle og rétti hendurnar á eftir henni ;en Dyveke gekk leiðar sinnar án þess að líta við. (Framhaíd). Elzta skáldsaga í heimi. Sagan urn bræðurna Anupu og Baiti, sem prentuð var í síðasta hefti N. Kv. er af mörgum talin að muni vera elzta skáldsaga, sem til sé, eða álíka gömul og pýramídarnir egypzku. Hið upphaflega handrit sögunnar er í „British Museum“. Það er ritað á 19 papyrusarkir með fallegum helgirúnum, skrifað af ritara frá Thebuborg á Egypta- landi, Ennara að nafni. Var hann bókavörð- ur í höll Merenptah konungs, er menn ætla að hafi verið Faraó sá, er leyfði Gyðingum burtför af Egyptalandi, og lítur svo út, sem liann hafi skrifað söguna að boði féhirðisins til skemmtunar fyrir krónprinsinn Merenp- tah, er nefndist Seti II., er hann var til valda kominn. Prins þessi hefur skrifað nafn sitt á tveimur stöðum affian á handritið. Er það hið elzta sýnishorn, sem til er af eiginhand- arnöfnum hinna egypzku konunga. Madame d’Orbiney keypti þetta dýrmæta handrit í Ítalíu, en seldi það aftur 1857 for- ráðamönnum brezka gripasafnsins, og er það nú kallað d’Orbiney Papyrs. (Heimild: Öldin, I. árg., Winnipeg 1893, en þar er heimildin grein eftir Amelia B. Edwards, prentuð í ágúst- blaði „The Contemperary Review“, 1893).

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.