Nýjar kvöldvökur - 01.10.1946, Síða 54
188
BÆKUR
N. Kv.
Valdimai V. Snævair: Syng Éuði dýrð.
Útgef. Þorsteinn M. Jónsson. Ak. 1946.
Valdimar Snævarr er löngu þjóðkunnur
fyrir sálmakveðskap sinn. í sálmakveri þessu
eru rúmlega 40 sálmar, hafa sumir birzt áð-
ur í blöðum og tímaritum, en aðrir eru ný-
ir. Eg ætla mér ekki þá dul að fara að dæma
um sálma Valdimars, en hitt dylzt engum,
sem í þeim blaðar, að þarna er einlægur trú-
maður að yrkja um sín helgustu mál. Frá-
gangur bókarinnar er hinn snotrasti.
Akureyri, 5. desember 1946.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Umsagnir um bækur.
Þegar „Bókin mín“ eftir Ingunni Jóns-
dóttur kom út, þá sagði prófessor Sigurður
Nordal í ritdómi um hana:
„Þessi bók hefur öll einkenni þeirra
bóka, sem lengi eiga að lifa. Hún er sönn,
'einlæg, blátt áfram, skemmtileg, spakleg.
Hún er skrifuð á tímamótum. Hún bjargar
ekki einungis frá gleymsku broti af sálar-
lífi merkrar konu, heldur brotum af menn-
ingu, sem er að hverfa, a. m. k. í bili. Hver
veit þó, nema eitthvað af þeim steinum,
sem nú er verið sem óðast að fleygja burtu,
verði síðar hornsteinar í háborg framtíðar-
innar.“
Sigurður Guðmundsson, skólameistari,
segir í bréfi til Sigfúsar Halldórs frá Höfn-
um um bók Ingunnar Jónsdóttur, „Minn-
ingar“:
„Afskaplega þótti mér gaman að minn-
ingum Ingunnar frá Kornsá. Þær rifjuðu
svo margt upp fyrir mér, sem móðir mín
kenndi mér á æskudögum og sagði mér frá
fólki og hefðarmönnum í Vatnsdal og Þingi.
Þær minntu mig á vísur, sem hún kenndi
mér og hafa eigi komið í hug 40—50 ár.
Málfar og skýrleiki hennar er hvort tveggja
í bezta lagi.“
í hinni nýju bók Ingunnar, „Gömul
kynni“, eru stórir kaflar, sem ekki hafa áður
komið á prent: Búendur í Vatnsdal laust
fyrir 1880, Æviágrip Björns Sigfússonar,
dýrasögur, dulrænar sögur og ævintýri. í
bókinni eru 15 myndir.
Um bók Þórleifs Bjarnasonar, „Og svo
kom vorið“, segir Halldór Kristjánsson í rit-
dómi:
„Það vissu menn fyrr að Þórleifur kunni
að segja sögu og lýsa náttúru Vestfjarða,
jafnt ógnum skammdegisins sem mildi sum-
arblíðunnar. Nú sé eg að hann er líka skáld,
— góður liðsmaður á sviði hins lifandi orðs
skáldskaparins.
Eg tel þessa bók merkilega, af javí hún
sýnir það, að höfundurinn er skáld, sem
kann til verka og fer eigin ferða. Fyrir hlut-
laus augu hversdagsmannsins leiðir hann
persónur sínar, glöggar og lifandi, lífsskoð-
un þeirra, stefnu og manngildi. Og söguna
segir hann svo, að menn hlusta með eftir-
væntingu til síðasta orðs. Því á hann víst að
ná til fólksins.
Eg fagna þessu kveri og vænti þess, að
Þórleifur eigi eftir að skrifa fleiri hetjusög-
ur fyrir okkur, um þann manndóm og lífs-
trú, sem fóstrast hefur með þjóð hans við
brjóst landsins og opna henni leiðir til
sigurs og menningar, — við skulum segja
nýsköpunar til að tolla í tízkunni — þegar
kofarnir hrynja yfir skýjaglópa og blaðrara.
Öllum vil eg ráðleggja að lesa þetta kver,
en Jreir, sem vilja fyigjast með þróun ís-
lenzkra bókmennta verða að gera það. Hér
fer kunnur rithöfundur inn á braut, sem
mun afla honum viðurkenningar, ef hann
heldur áfram svo sem horfir.“