Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 17
N. Kv. HRAKNINGUR STEFÁNS FRÁ REYKJUM 55 vitundarlítill og nær dauða en líli, enda var allt hörund núið at' höndiún hans, knjárn og fótum, og hann allur meiddur og marinn. Lá hann lengi eftir, en komst þó til heilsu og lifði mörg ár eftir þetta. En það er frá jóni á Skálanesi að segja, að um kvöldið þegar fólk hans var hætt heyvinnunni og komið.heim, þá hafði liann orð á því, að hann hefði séð eitthvað skrít- ið um daginn djúpt á Bótinni, og lýsti því svo fyrir vinnumanni sínum, að hann þóttist skilja hvað verið hafði, og \ildi þá að settur væri frarn bátur og skyggnzt um, en Jón vildi Jrað ekki, og með því kvígu vantaði, sem verið hafði með kúnum um daginn sendi hann vinnumanninn á stað að leita hennar,.heldur en gefa sig við hinu. Fréttist svo þessi atburður um sveitina og var Jóni að maklegleikum legið á hálsi fyrir var- mennsku sína og hirðuleysi. Því var það einhverju sinni um haustið, er Jón kom til kirkju að Dvergasteini, og heilsaði upp á Ólaf prest Indriðason, er hann var að ganga í kirkjuna. Prestur tók ekki í höndina, en leit til hans reiðilega og mælti fram vísu jtessa: ,,Svei j>ér, Jón, senda skal j>ig strípaðan kóngs fyrir trón, sauma á j>ig liundsskott svívirðunnar og svuntu tir júgurbjór ’kusu þinnar. Brenni á enni. brjóst og rassi: ..Bölvaður trassi.“ Elise Aubertr ÖI d u kast. Saga. Þýtt hefur R. I. ..Nú er eg á förum, Magga! Því járnbraut- arlestin getur komið á hverju augabragði og gufuskipið er að bruna inn fyrir oddann - flýttu J>ér nii heim með blóntin þín!“ Margrét hafði brugðið sér niður að sjón- um til að safna j>ar ýtnsum láséðum blóm- um og grösum, er uxu þar í klettaskorun- um. Hún hafði, lrá því er hún var barn, hoppað og leikið sér þarna meðfram sjávar- ströndinni, og J>ó hún nú væri orðin fullra seytján ára og þó hún hefði hraðann á að safna blómunum í svuntu sína, gat hún þó eigi stillt sig um á jjessu yndisfagra sumar- kvöldi að bregða sér í gamla, kæra leikinn M. Jónsson. sinn: að elta öldurnar, hoppa á eftir þeim svo langt sem hún mátti, er þær soguðust út, til þess svo aftur að vera rekin harðri hendi á undan þeim upp í fjöruna aftur, er þær æddu hvítfyssandi á eftir henni og reyndu að ná lienni. Aldrei höfðu j>ær verið glettnari við hana en nú; þær soguðust svo langt fram og heilluðu liana á eftir sér, en æddu svo með ógnarhraða upp á ströndina aftur, reyndu að ná henni, skella á hælunum á henni og þeyttu löðrinu í háa loft, hopp- andi af kæti og æskufjöri, alveg eins og luin sjálf. En hvað jjetta gat verið skemmtilegt, frjálslegt, óþvingað. Þarna var Magga í ess- ihu sínu. Þetta var líf, sem átti \ ið hana. Það

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.