Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Blaðsíða 47
N. kv. DYVEKE 85 Diðrik sá hana og hann segir, að hún sé blíð- leg á svip, og sama sagði herra Mogens Gjöe, sem kom hér á dögunum að tala við mömmu. Mér hefur líka verið sagt, að henni jjvki \ænt um yður, þó að hún hafi aldrei séð yður. Hún hefur mynd af yður, sem hún fékk hjá herra Mogens, og hún hefur hana í barmi sér, tekur hana oft upp og horfir á hana. — Mig langar svo til að sjá hana.“ „Og eg vildi gefa niikið til, að eg sæi liana aldrei/ ‘mælti konungur. Svo leið að því, að Sigbritu Willums þótti ekki eins rnikið varið í bréf Eiríks Walken- dorfs og áður. Þau boð bárust frá Brússel, að burtför prinsessunnar rnundi dragast að sinni. Sá dráttur kom konungi auðvitað afar illa, því að þá varð hann að standa straurn af gestafjöldanum á meðan. Hann lieimtaði því skýra skilagrein og fékk hana afdráttar- lausa í bréfi, þar sem erkibiskup skýrði frá, að hirðin í Btirgund hefði einhvern veginn komizt á snoðir um tigi konungs við Dy- veke; menn væru mjög hneyksjaðir vegna þessa, einkum þó ríkisstýran, sem hafði haft við orð að rifta öllum ráðahagnum, ef hún mætti ráða. Auðséð var á öllu, að málið var alvarlegt, þ\ í að Eiríkur Walkendorf lagði fa-st að kon- ungi að skilja við Dyveke. Hann lofaði há- stöfurn fegurð og kosti Elísabetar, sýndi fram á, hve hættulegt það væri, ef hirðin í Búrgund héldi áfram að draga burtförina á langinn, og sló botninn í bréfið með mergjaðri iðrunar- og afturhvarfsprédikun til lians náðar. Konungur var óður og uppvægur i'tt af bréfi jressu, reið þegar út að Hvíteyri og sýndi Sigbritu það. Hún hugsaði Eiríki áN'alkendorf þegjandi þörfina, en lét á engu irera \ ið konung. Hún sagði sem svo, að þetta mundi jafnast; hans náð skyldi láta sem ekkert væri, veita gestum sínum eins góðan beina og kostur væri á, en reiða sig á, að prinsessan yrði leið á biðinni. ,.Um fram allt megið þér ekki iáta nokk- urn rnann fá vitneskju um þetta,“ mælti hún. „Ef hirðmenn yðar komast á snoðir um, að erkibiskupinn hefur skrifað á þenna veg um Dyveke, er við búið, að þér eigið örðugt með að halda \erndarhendi yfir henni.“ Þau sátu á tali enn um stund, en svo stakk konungur bréfinu í barm sér og gekk niður í eþlagarðinn til að hitta Dyveke. Þar týndi hann bréfinu, og þar fann Edle það. Svo þegar Torben Oxe kom þangað og varð eins og \analega að gera sér að góðu að spjaila við hana eina, þá fékk hún honum það. — Áður en dagur var að kvöldi kominn, vissi hvert mannsbarn við hirðina um þetta. Ovinir Sigbritar stungu nefjum saman og gerðu sér vonir um, að bráðlega yrði hún rekin á dyr. „Þegar Dyveke fer, þá fer Sigbrit vonandi líka,“ mælti Ove Bilde, ,,og verði hún hér þangað til drottningin kemur, þá getur hún aldrei orðið lengur.“ Mogens Gjöe hristi höfuðið. „Það er alger misskilningur, að Sigbrit fari,“ mælti hann, „hún er meir inni undir hjá konungi en nokkru sinni fyrr. Eg kom til Hvíteyrar í gær og get fullvissað um, að hún er föst í sessi. „Eg er hissa á yður, að þér skulið lítillækka yður fyrir hollenzku sölukerlingunni,“ mælti Lage Urne. ,,Eg lítillækka mig ekki neitt,“ svaraði herra Mogens með hægð, ,,og síður vil eg þurfa að koma þangað. En við getum ekki farið fram hjá Sigbritu fyrst um sinn, og þá held eg, að réttara sé að lofa henni að lafa með. Svo megum við ekki gleyma að það eigum við henni að þakka, að svo liðlega gekk að koma konungi í hjónaband.“ „Hefði hún getað komið í veg fyrir það?“ spurði Lage Urne. „Eg veit það ekki,“ svaraði Mogens Gjöe. „Eg býst \'ið, að hans náð hefði sansað sig á því að lokum, en það hefði ekki gengið svo liðlega, hefði Sigbritar ekki notið við.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.