Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 35

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Page 35
N. Kv. OLDUKAST 73 ..Og þá sérstaklega um Gran stóreigna- mann," bætti ungirú Kruse við. ,,Eg var ei til vill nokkuð berorður, „en það er engin dauðasynd." svaraði Holgeir. „Maður svívirðir sjálian sig og sýnir lítil- sigldan hugsunarhátt og auðvirðilégan með því, að íara ósæmilegum og niðrandi orðum um velgerðamenn sína," sagði irú Bloch í ströngum róm. Annars var írú Bloch iullkunnugt um, að ýmislegt var það í hjartaiagi og hugsunar- hætti Holgeirs, sem henni engan veginn lík- aði eða geðjaðist að. Hún haiði þegar írá fyrstu veitt þessii eftirtekt og sér til sárrar sorgar og hugraunar fann hún, að það var síður en svo að þetta lagaðist með aldrinum, þrátt fyrir allar hennar kærleiksríku áminn- ingar. Hún haíði tekið hann að sér sem eitt eig- ið bam níu ára gamlan, er foreldrar hans dóu. Það ieyndi sér ekki, að uppeldi hans til þess tíma hafði verið mjög ábótavant, og þó hún þá þegar reyndi með öllu móti að ráða bót á því, þá sýndi það sig skjótt að tilraunir hennar í þá átt báru hörmulega litia ávexti. Hann var góðum gáfum gæddur, en um of einþykkur, og höfðu því fortölur og áminn- ingar og bænir frú Bloch lítil áhrif. Hann var hvarflandi í huga, slunginn og séður og hikaði eigi við að víkja frá sannleikanum, er því var að skipta og hann sá sér hag í því. Framgjarn var hann snenmia og vildi láta á sér bera, fyndinn og skemmtilegur í sinn hóp og þó oft á annarra kostnað og hlífði þá hvorki vinum sínum né óvinum. Hann var þegar snemma mjög vel liðinn af félags- bræðrum sínum og skólabræðrum, því að hann var þar hrókur alis fagnaðar, skemmt- inn og viðmótsþýður og átti hann því marga, alltof marga kunningja. En jafn- framt þessunr auðsæju göllum í fari hans, var honum einnig margt vel gefið. Hann var að upplagi þýður í viðmóti, meinhægur og gat oft verið göfuglyndur og brjóstgóður. — Honurn þótti innilega vænt um frú Bloch, eða,, f or g u ð a ð i'' hana, eins og hann sjálfur komst að orði, og hann hét því irieð sjálfum sér og dróg heldur engar dulur á, að hann einhvern tíma í framtíðinni skyldi verða þess megnugur að endurgjalda henni allt sem hún hafði fyrir hann gert. Og þetta var áreiðanlega einlægur ásetningur hans. En nú sem stóð lagði hann leynt og ljóst fram alla sína krafta til að ná hylli ungfrú Kruse, sem alveg heillaði hann, og hann hafði beztu von um að sér mundi takast það, eftir allri framkomu hennar að dæma. (Framhald). El ise S, Aubert var fædd 8. febrúar 1837. Hún giftist Lud- vig Marboe Benjamin Aubert, sem var lengi prófessor við háskólann í Osló. Hann skrifaði mörg réttarsöguleg rit og varð nafnkunnur fyrir þau. Um tíma var hann dómsmálaráðherra. Frú Elise Aubert skrifaði margar skáld- sögur og var mikið lesin og vinsæl fyrir bækur sínar. Ein af hennar vinsælustu sö°> o - urn er Öldukast (Bölgeslag), sem fyrst var prentuð árið 1886, en hefst í þessu hefti N. Kv. í íslenzkri þýðingu. Frú Aubert dó 30. nóvember 1909. Árið eftir var úrval af hinum vinsælustu sögum hennar gefið út í tveim bindum, og var heildartitillinn ,.I)a Bedstamor var ung“. 10

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.