Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 19
N. Kv. OLDUKAST 57 geta haft eitthvað dálítið upp úr því,“ hafði frú Blocli sagt við dóttur sína. Hins lét hún ógetið, að nú var hún búin að eyða þeim litla höfuðstól, er maðurinn hennar hafði eltir sig látið; hún hafði undanfarin ár alltaf þurft til þess innstæðufjár að grípa, því að engin leið var til að hún gæti dregið fram lífið af þeim lítilfjörlega ekkjustyrk, sem lögin ákváðu. „En ef hún skyldi nú reynast eins duttl- ungafull eins og þessi drós, sem var hjá henni frú Holter í fyrra, sem alltaf varð að bera morgunmatinn í rúmið,“ mælti Mar- grét í spaugi. ,,Það eru sem betur fer ekki allir baðgest- ir eins,“ svaraði frú Bfoch. „Sumir eru duttl- ungagjarnir og oft sendir til baðstaðanna til að skemmta sé'r og sjá sig um, en með gest- inn okkar er öðru máli að gegna. Það er ung stúlka, sem þjáist af sinadrætti í úlnliðun- um, en þar sem hún vinnur fyrir sér með því að kenna hljóðfæraslátt, þá er framtíð hennar í veði, fái hún eigi bót meina sinna.“ Margrét hrærðist þegar til meðaumkunar, er hún heyrði hvernig ástatt var með vesa- lings stúlkuna. Henni fannst, sem hún sæi fyrir sér hina ógæfusömu mey, náföla yfir- litum, samanherpta af vöðvateygjum og sinadrætti, alveg yfirbugaða af ógæfunni. Hlaut hún ekki að gera allt heimilislífið dauflegt, draga úr glaðværðinni? Og það einmitt á svona óheppilegum tíma, er Hol- geir var heima að njóta sumarleyifisins? Urn allt þetta var hin unga mær að hugsa á meðan hún var að laga til á sér hárið frammi fyrir speglinum. En þei, þei! Hún heyrði nrannamál — þau vo.ru komin, og hún hljóp á móti þeim. „Stiginn er svoibrattur, en er upp er kom- ið, iðrar mann þess ekki, því að þar er loftið svo hressandi," heyrði Margrét móður sína segja. „Þakka yður fyrir, ætlið þér nú einnig að l>era þetta fyrir mig!“ Það mátti á málrómn- um heyra, að stúlkan var upp alin vestan- fjalls. Frú Bloch fékk ákafa hóstakviðu, svo að luin varð að setja sig niður. En Holgeir kom fram sem húsbóndinn, tók við hatti, kápu, sjali, sólhlíf og sjónauka ungfrú Kruse og hélt svo áfram; áður bar hann fyrir hana regnkápuna hennar og fleiri föggur. „Þér viljið ef til vill lielzt fá farangur yðar með yður inn í lrerbergi yðar? Eg skal láta dóttur mína fylgja yður þangað,“ mælti frú Bloch, er hún aftur lekk tekið til máls. „Já, þakka yður fyrir." Ibigfrú Kruse hljóp þegar fyrir spegilinn. ,.En að sjá, hvernig ég lít út! Svona verður maður af að ferðast með þessum gufuskip- um. Sjósóttin og stormurinn keppast um að leika mann svo, að engin sjón er að sjá. Eg varð að leysa upp liárið og laga það dálítið til. Góða ungfrú, gerið mér þann greiða að kveikja ljós og ná fyrir mig í kreppijárnið mitt í öskjunum þarna, og svo er rétt að þér einnig takið upp lyrir mig linakkaspegilinn og sloppinn, sem eg er vön að bregða mér í á meðan eg .greiði mér.“ Hún leysti nú upp hárið úr fléttunum, og féll það niður um herðarnar. „Það er leiðinlegt að hafa svona mikið hár, skal eg segja yður, og það sem verst er, að eg kemst aldrei til ráðs við það; það beinlínis sindrar og skrjáfar í því, sem sé það rafmagnað, er eg ber greiðuna í það “ Margrét stóð þarna sem steini lostin og virti ung.frúna fyrir sér. Hún ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum. Myndina, sem hún í anda hafði af henni séð, náföla, korpulega með krampateygjum og sinadrætti og eyði- legri framtíð, varð hún að hrinda úr huga sér, því þarna frammi fyrir henni stóð ung og blómleg og hraust og auðsjáanlega heilsu- góð istúlka. Ekki einasta þetta óvanalega mikla og þétta hár, heldur og hin leiftrandi módökku augu, hið bjúga nef, hinar hold- ugu, rauðu varir, spékopparnir, roðinn í kinnunum, yfir höfuð allt útlitið og hör- undsliturinn, allt bar vott um alveg ó- 8

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.