Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 49

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 49
N. Kv. DYVEKE 87 „Hann ámælti Dyveke,“ mælti hún, „og þó \!ar það hann, sem lét ykkur hittast." „Látið það liggja í þagnargildi," svaraði konungur, „en segið mér, hvernig leysa á úr þessum vanda.“ „Eg sé ekki tram á annað en að leggja verði á brúðkaupsskatt,“ mælti Sigbrit. „Ef þegnar keisarans vilja ekki greiða, þá verða þegnar konungsins að gera það.“ Kristján konungur andvarpaði, en Sig- brit leit háðulega framan í hann. „Ef þér viljið ekki taka það, sem höfð- ingjarnir hafa nurlað saman með röngu, verðið þér að féfletta almúgann," mælti hún. „Æ — Sigbrit, inargt ranglætið verða kon- ungar að fremja.“ „Það segið þér satt,“ svaraði hún. „Kon- ungurinn þekkist á því, að hann fremur ranglætið fyrir réttlætisins sakir.“ Svo fór konungur ailt í einu að hlæja. „Viljið þér taka við kórónunum mínum, Sigbrit?" „Því ekki það?“ svaraði hún og hló líka. ..Ef ríkisráðið býður mér þær á viðeigandi liátt, þá getum við rætt málið.“ 27. kajj. Drottningin kemur. Loksins bárust þau boð. að drottningin og fylgdarlið hennar væru lögð af stað frá Hollandi. Lengi hafði veður verið 'storma- samt og gott var það ekki orðið enn. En Ei- ríki Walkendorf hafði tekizt að sýna hirð- inni í Búrgund fram á, að fráleitt væri að láta konung bíða lengur. Kristján konungur lét ganga helgigöngur og lesa messur í öllum kirkjum, svo að brúð- ur lians fengi góða ferð á sjónurn. Hann var sjálfur með í helgigöngu ásamt prelátum sínum og hirðmönnum, og þegar boð barst um það skömmu síðar, að flotinn væri kom- inn til Helsingjaeyrar, sendi liann tvo bisk- upa og þrjá riddara Jrangað til að bjóða drottninguna velkomna, og í öllum kirkjum voru lesnar þakkarmessur. Nú var farið að búa allt undir hátíðlega innreið í Kaupmannahöfn, en daginn eftir barst bréf frá Eiríki Walkendorf Jress efnis, að drottningin hefði veikzt eftir sjóvolkið og þyngdi með hverri stundu. Hún var svo máttfarin, að það varð að bera hana frá bryggjunni til hallar. Hún bjóst sjálf við dauða sínum og bað guð þess eins, að sér mætti auðnazt að líta eiginmann sinn, kon- unginn, áður en hún skildi við. En innan í Jressu bréfi var annað, Jrar senr erkibiskup- inn sagði, að drottningin væri ekki einungis jrjáð af sjúkdómi, lreldur líka af'sorg og gremju af vissum ástæðum, sem hann þyrfti ekki að taka fram. Jrví að hans náð mundi renna grun í Jrær. Hanrt vildi því biðja kon- ung að koma senr allra fyrst til Helsingja- eyrar til að friða briiði sína og herramenn- ina frá Búrgund, sem furðuðu sig á, að hann skyidi ekki vera kominn þangað. Hans náð reið til Sigbritar og skammaðist sem óður væri. Hún þagði og lét hann ryðja úr sér, en svo sagði lrún lronum, að ef drottn- ingunni létti ekki til morguns, yrði hann að fara til Helsingjaeyrar. Hann vildi ekki hlusta á umvandanir hennar, heldur gekk hann til Dyveke og var hjá henni fram eftir öllu k\öldi: \ issu Jrað allir hirðmenn og að- komugestir og hneyksluðust mjög á því. Daginn eftir fréttist frá Helsingjaeyri, að drottningin væri hressari og eftir nokkra daga mundi hún geta haldið áfram og kom- ið til Kaupmannahafnar á tilteknum tíma. Konungur sagði Dyveke, að nti væri drottn- ingin komin og mundi stíga á land við Hvít- eyri; bað hann hana að fara eitthvað af bæ á meðan, svo að hún þyrfti eigi að liafa skap- raun af að horfa á komu hennar. En það tók Dyveke ekki í mál. „Nei,“ mælti hún; „eg vil sitja nppi á brekkubrúninni og sjá yður heilsa drottn- ingunni. Það gerir mér ekkert til, af því að þér elskið mig. Mér fellur illa að drottning-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.