Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Side 23
N. Kv. ÖLDUKAST 61 kinnunum og það var auðsætt, að hún taldi sér fullkominn bata vísitn. „Nú já, já, þú ert þá að gæða okkur á portvíninu frá stóreignaburgeisnum!" — Holgeir smjattaði með tungunni til þess að njóta bragðsins enn betur. — ,,Það hefur þó sennilega eigi verið til þess ætlað að renna því niður um kokið á okkur.“ „Það var ætlað til þess að gleðja mig, og það gerir það núna,“ svaraði frú Bloch. „Hér í nágrenninu er burgeis einn, sem föðursystir mín trúir á og tilbiður, ungfrú Kruse.“ „Kær vinur,“ gegndi frúin fram í. „Já, vinur, sem feginn mundi kyssa fót- spor hennar eða sleikja duftið af fótunum á henni, ef henni væri nokkur þægð í því,“ liélt Halgeir áfram í spaugi. „Hann dregur dár að því, að nokkrum skuli vera annt um liana gömlu föðursystur hans,“ svaraði frúin og kenndi nokkunar ásökunar í röddinni. „Já, því vita skulið þér það, ungfni Kruse, að höfuðpaur þessi er sannkölluð mármarasúla, eða marmaralíkneski, af sum- um kallaður „Tréhesturinn"; hann bindur ekki bagga sína sömu hnútum sem aðrir menn; er sérlundaður og alveg með afbrigð- um leiðinlegur." „Leiðinlegur! — Hvað segið þér? Enginn ókostur er þó verri til á nokkrum manni en sá, að vera leiðinlegur!" sagði ungfrúin og hló dátt. „Þegar hann á jólunum sendi þér vindla- ■kassann, fannst þér hann þó ekki svo leiðin- legur.“ gegndi nú Margrét fram í. „Nei, þá var hann nú verulega skennnti- legur — verulegur heiðursmaður út í yztu æsar.“ „Er hann fíkur?“ spurði ungfrú' Kruse. „Já, vellauðugur. Hann á alla miklu landeignina eða höfuðbólið hérna í iitjaðr. inum á skóginum, sem þér hljótið að hafa tekið eftir, er þér komuð hingað.“ „Stóru höllina rauðmáluðu?" „Já, það stendur heima." Ennþá ein spurning brann á vörum ung- frúarinnar og loks gat hún eigi stillt sig um að stynja henni upp: „Er hann maður kvongaður?" „Nei, hann hefur aldrei kvongast og kvongast tæplega hér eftir, því að hann er maður fimmtugur að aldri.“ Holgeir strauk hárið upp frá enninu og leit í spegilinn, svo sem væri hann að athuga hve unglegur hann væri. — „Hann á gamla systur, er stjórnar húsinu fyrir hann; hún dekrar við hann svo sem væri hann barn, nýfarinn að ganga og kallar hann ýmsum gælunöfnum, svo sem Karlebas o. s. frv.“ „Gran verður við baðið í sumar sér til heilsubótar. Hann þjáist af eins konar hjartasjúkdómi og ætlar að reyna að fá bót meiria sinna,“ mælti frú Bloch. „Hann þjáður af hjartabilun, sá. . . .!“ anzaði Holgeir. — „Jæja, fyrirgefðu mér, góða föðursystir og reiðztu mér ekki, því að þú veizt að eg ber aldrei mjög mikla virð- ingu fyrir þeim manni.“ „En þú gætir hagað orðum þínum nokk- uð öðruvísi, er þú minnist á hann.“ „Verða fleiri héðan úr bænum við baðið í sumar?" spurði Holgeir. „Já, Tode tollféhirðir.“ „Drotinn minn! Á nú að fara að láta nýtt vín á gamla belgi?“ o o „Þú spyrð eigi svona er þú ert sjötugur orðinn.“ „En hvað segirðu mér þá um Janne, dótt- ur hans? Hún mun alltaf vera jafn beizk og bituryrt, er talið snýzt um jjessi níðing- legu úrþvætti, sem öðru nafni nefnast karl- menn.“ „Hún hefur nú sannast að segja lítið gott til þeirra að segja, karlmannanna," mælti frúin. „Sjóðþurrður föður hennar var ein- göngu að kenna óráðvendni og óprúttni eins af skrifurunum hans, og annar dró dóttur hans svo svívirðilegða á tálar, að hún bíður jarss aldrei bætur.“

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.