Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Qupperneq 16
N. Kv.
Hrakningur Stefáns frá Reykjum.
Eftir Ásniund Sveinsson.
(Hcr prentað cftir handriti Guðjóns Jónssonar frá ! Ijollum.j
Stefán hét maður og var Stefánsson; liann
bjó á Reykjum í Mjóafirði eystra. Hann var
vel greindur, skrifari góður, smiður og
málari, hafði hann þó engrar fræðslu notið,
en húmaður var Iiann ekki að því skapi. Af
því að hann var greindari og betur að sér
en fólk flest um þær mundir, var hann hald-
inn margkunnandi, enda var liann ekki \ ið
alþýðu skaj), en vænn maður og vandaður.
Hann fór eitt sinn sjóveg úr Mjóafirði sem
leið liggur norður til Seyðisfjarðar, og er þá
fyrir Dalatanga að sækja og Skálanesbjarg.
Það var seint um sumar á útengjaslætti.
Salómon prestur Bjarnason hélt þá Dverga-
stein og Fjörð í Mjóafirði og bjó á Krossi í
Mjóafirði, en hélt fyrir aðstoðarprest Ölaf
Indriðason, föður Jóns Olafssonar í Winni-
peg og Páls umboðsmanns á Hallfreðarstöð-
um. Séra Olafur bjó á Dvergasteini. Þá bjó
bóndi sá á Skálanesi, er Jón hét og var Ein-
arsson. Hann var búhöldur góður 02: binn
ákafasti vinnumaður, en fremur þótti hann
aðsjáll og nirfilslegur og ekki hjálpfús við
aðra.
Nú er að segja frá ferðum Stefáns. Hann
fór beiman að á I)áti litlum vð þriðja mann
og var eitt kvenmaður. Veður var allgott en
nótt orðin dimm o<j rnikil undiralda. Oa'
með því að leiðin var löng var orðið dimmt
af nóttu er hann kom undir Skálanesbjarg,
en þar er skerjótt, ef ekki er farið nógu
djúpt. Vildi þá svo til að báturinn lenti of
nærri einum boðanum í myrkrinu og vissu
þeir eigi fyrr en holskefla hvolfdi undir
þeim; .komst Stefán á kjöl, en stúlkan og
maðurinn losnuðu bæði við bátinn og
drukknuðu þar. Bar svo bátinn frá boðan-
um. Stefán hélt sér dauðahaldi á bátnum á
kjöl, og bar bátinn svo smátt og smátt fyrir
falli og vindi inn og norður með bjarginu.
Sagði Stefán svo frá, að það hefði verið hin
hræðilegasta nótt, senr hann hefði lifað, því
að auk þess hve illt hefði verið að halda
sér á kjölnum, er kvika kom undir bátinn,
sá hann bæði verulegar og ímyndaðar of-
sjónir í náttmyrkrinu. Verulegar að því
jeyti, að hann átti að mæta ásókn sels, er
lagði bátinn í einelti. Honum tókst þó að
fæla selinn frá sér, ýmist með því að reka
upp hljóð, berja í bátinn.eðalíkjaeftirskoti.
(lekk svo alla nóttina til þess bjart var orð-
ið. Var þá svo af honum dregið af vosbúð og
þreytu og kulda, að hann mátti varla halda
sér lengur. Var þá báturinn kominn inn fyr-
ir Skálanestanga djúpt undan landi. Vildi
honum það til lífs, að þá kyrrði sjóinn, er
inn kom á fjörðinn, og veður var hið bezta,
sólskin og þurrkur. Hann kallaði nokkrum
sinnum; en með því að mjög var af honum
dregið, er ekki hægt að segja, hvort köllin
Iiafa heyrzt í land eða eigi.
Þennan sama dag var Jón bóndi á Skála-
nesi snemma á fótum, því að hann átti hey
mikið undir, sem hann vildi hirða og koma
í garð, þar sem þurrkur var góður. Lét hann
binda heim heyið um daginn en tók sjálfur
á móti og ldóð upp. Sá hann allan daginn
úr landi djúpt á bótinni — svo nefndist vík-
in innanvert við Skálanestangann — eitt-
hvað líkt bát á hvolfi og einhverja druslu
á, en hann gaf sér þó ekki tíma til að at-
huga það neitt frekar, heldur hélt áfram
hirðingunni til kvölds þangað til lokið var.
Rak svo bátinn til og.frá um daginn. þang-
að til hann sást frá öðrum bæjum og var
bjargnð þaðan; var Stefán j)á orðinn með-