Nýjar kvöldvökur - 01.04.1947, Síða 33
N. Kv.
OLDUKAST
71
böndum og það angrar mig mjög, að þuría
að baka henni þá sorg að skilja hana hér
eftir eina og umkomulausa."
„Berið engar áhyggjur fyrir framtíð henn-
ar; á Karlsro skal hún æfinléga eiga \ íst at-
hvarf."
„Eg ivona nú að hún hafi bæði þrek og
vilja til að vinna sjáLf fyrir sér," mælti frú
Bloch. „Hún er bæði svo menntuð orðin og
þeim hæfifeikum gædd, að það er henni
engin vorkunn; og nú á tímum er kven-
lólkið farið að fá aðgang að ýmsiskonar
störfum engu síður en karlmennirnir."
„Já, en hún er svo ung ennþá."
„Já, en hún er bráðþroska og einkum
hefir hún tekið alveg ótrúlegum þroska nú
þessar síðustu vikur. Það er eins og það
liggi í grun hennar. að hún þurfi brátt á
því að halda að geta hjálpað sér sjálf.“
„Þér hafið æfinlega haft mikla gleði og
ánægju af dóttur yðar.“
„Já, drottinn kallaði hina aðra ástvini
mína til sin, eiginmanninn og synina, er
voru stoð okkar og stytta í lífinu. Þegar
svo tvær veikar og vanmáttugar konur eiga
að fara að berjast við lílfið og erfiðleikana í
sameiningu, þá er eðlilegt að ákomist svo
ástúðlegt og viðkvæmt samlband þeirra á
niilli, og ekki sí/.t þegar það eru þá móðir
og dóttir. að þeim verði ærið þungt um að
skilja, er dauðinn ber að dyrum. já, Margrét
mín hel'ur frá því er hún var barn, oft séð
skort og vöntun á ýrnsu og borið það með
mér með þolinmæði, og hún hefur kysst
margt tárið burt af hvörmum mér og oft
haft af mér, er illa á mér lá með barnslegri
kæti. hlátri og græskulausri fyndni.“
„Hún er nú víst að koma inn!“ hrópaði
Cban. hann Iieyrði gengið upp riðið. Nei,
það var ungfrú Kruse sem inn kom. Hún
stokkroðnaði, er luin sá Gran, heilsaði hon-
nm og sneri sér s\ro að fri'i Bloch og spurði
viðkvæm hvernig henni liði.
„Hvernig stendur á því að þér komið
heim uin þetta leyti dagsins?“ spyr frúin
fremur kuldalega.
„Eg heyrði sagt að Margrét væri boðin
eittlnað út í bæ og ætla eg því að vera hjá
yður í kvöld. Viljið þér það ekki?“
„A ekki að dansa í kvöld?“
„Jú, en mig langar ekki svo mjög til að
dansa."
„Það gegnir furðu um stúlku á yðar
aldri.“
„Eg var ekki vel fyrirkölluð, og svo að
vera innan um alla ókunnuga! Það greip
mig einhvers konar heimþrá, einhver ómót-
stæðileg löngun til að sitja nú hér í næði
Iieima hjá yður, frú Bloch." Hi'tn kraup á
kné fyrir framan legubekkinn og kyssti á
hendina á frúnni; en það greip frú Bloch
þá svo ákaft hóstakast, að hún gat ekki þakk-
að henni fyrir þessa hugulsemi.
Ungfrú Kruse stóð upp. Hún bar hend-
urnar upp að eyrunum og það hringlaði og
glamraði í silfurpeningunum og silfur-
glingrinu, er liékk við armböndin hennar
og hún hrópaði upp yfir sig: „Ó, þessi fjör-
ugu danslög hjóma fyrir eyrum mér og ætla
alveg að æra mig!“
„Hvernig gengur með hljóðfærasláttinn
hjá yður sjálfri? Er að færast meiri styrkur
í úlnliðina?" spurði frúin.
„Nei, eg finn engan bata og er þó búin að
vera hér þrjár vikur.“
„Þér ættuð að leita til hins fræga læknis
Metzger,“ mælti Gran.
„Eg er hvorki nein drottning né prins-
essa,“ svaraði ungfrúin fjörlega, „og mér
ætlaði að véitast full eríitt að hafa út nægi-
legt fé til að reyna þessa baðlækningu.“
„Vitið þér, hvort Holgeir kemur heim í
kvöld?“ spurði frúin.
„Nei, hann var að dansa þegar eg fór.“
„Erindi rnitt er að spyrja yður, hivort þér
viljið gera okkur systkinunum þá ánægju
að borða hjá okkur á sunnudaginn kemur,“
tók nú Gran til máls. „Eg vona, að eg megi
senda yður vagninn minn?“