Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Qupperneq 8
82
EYGLÓ
N. Kv.
í skólanum, sem hún ætlaði í, væru látnar
ganga úti claglega, og liélt það ,,ekki úr vegi
að temja sér það.“ Einu sinni spurði ég
hana svo að enginn heyrði: „Hvert fer þú
annars daglega?“ ,,Að Tóftum," svaraði hún
brosandi. Tóftir voru eyðibýli góðan spöl
frá öðrum bæjum undir skógivöxnum ási,
og náði skógurinn nú orðið alveg lieim að
bænum, sem verið hafði. Þar var sögð djúp
og tær tjörn í túninu. Menn sögðu þar
fallegt, en aldrei hafði ég komið þangað, og
ekki vissi ég, hvort Guðrúnu var það spaug
eða alvara, að hún færi þangað; alltaf var
hún glaðleg er hún kom af göngu, og móð-
ur sinni sagði hún, að nú væri hún aldrei
löt, síðan hún hefði farið að ganga úti. Þeg-
ar þrír dagar voru eftir til burtfarar hennar,
fór hún út að vanda, en kom rétt strax aft-
ur, og mér brá að sjá, hve hnuggin hún var.
Móðir hennar tók eftir því líka. „Er þér illt,
Gunna?" sagði hún þurrlega. „Já, mér er
illt í höfðiun, ég ætla að leggja mig.“ „Það
er ekki von á öðru með þessu útirápi; það
er sitt af hverju, sem fólk finnur upp á nú
á tímum og allt er það vitlaust." Hún gekk
snúðugt út og skellti hurðinni. Ég læddist
til Guðrúnar og spurði lágt: „Get ég nokk-
uð gert?“ Hún lagði lrandlegginn yfir háls
mér og grét. „Nei, vina mín, aðeins að láta
mig eina.“ Og mér fannst lnin léggja mik-
inn þunga í seinasta orðið. Hún var fálát
þessa daga, sem hún átt* eftir að vera heima,
og sagðist vera lasin, og aldrei fór hún í
skemmtigöngu.
Hún skrifaði aðeins eitt bréf fyrri part
vetrarins og lét af því, að sér liði vel og hún
kynni vel við sig.
Snemma á útmánuðum var ég stödd hjá
móður hennar. Fékk hún þá bréf með
stimpli skólans, en ekki hönd Guðrúnar á
því. Hún las það, og ég sá, að hún varð for-
viða. Svo rétti hún mér bréfið þegjandi og
ég las:
„Heiðraða húsfrú! Ég tel mér jrað skylt að
láta yður vita um breytingu á högum dótt-
ur yðar, sem veldur því, að ég sendi hana
lieim til yðar bráðlega. Svo er mál með
vexti, að hún er barnshafandi. Þó legg ég
henni jrað ekki til lýta, því að hún hefur
komið hér mjög vel fram, og mér líkar
ágætlega við hana. Barnsfaðir hennar er Jón
bróðir minn, skólaráðsmaðnr, og er mér
óliætt að segja, að samdráttur þeirra byrjaði
um leið og hún kom, en karlmönnum ligg-
ur nú alltaf svo mikið á, og býst ég við, að
bróðir minn sé því engin undantekning. Ég
hélt stofubrúðkaúp þeirra í gær, svo að dótt-
ir yðar er nú gilt kona; en að ég sendi hana
heim kemur til af því, að ég vil engan
glundroða gera í skólanum, sem yrði óhjá-
kvæmilegur, ef barn fæddist jrar, því að eins
víst er, að það komi nokkru fyrir tíma hjá
konu í fyrst sinn. Ég býst við, að dóttir yð-
ar verði svo hjá ykkur foreldrum sínum,
jrangað til þau ungu hjónin byrja búskap
sinn. Bróðir minn er búinn að segja lausri
ráðsmannsstöðunni og tekur jörð til ábúðár,
er við eigum liér í grennd. Með virðingu.
N. N.
Eg óska ekki svars, því að hjónin leggja
af stað að tveimur eða jrremur dögum liðn-
um.“
Undirskrift sri sama, skólastýrunnar.
Ég leit á dagsetninguna á bréfinu. „Hún
gæti jrá komið á morgun eða hinn daginn."
„fá, Jretta er nú ljóta klandrið," sagði htis-
freyja, „að fara strax að eiga krakka." Sag-
an endurtekur sig,“ sagði ég kímin; „Cruð-
rún fæddist tvefmur mánuðum áður en júð
giftust. En hvað heldurðu, að pabbi hennar
segi?“ „Segi, ég held hann segi ekki mikið,
honnm jrykir víst allt gott, sem Guðrún ger-
ir, hvaða bölvuð vitleysa, sem henni dettur
í hug að gera.“
Við skildum talið, en ég var dálítið undr-
andi og hálfgröm. Hvernig var jretta allt
saman. Víst hafði ástarævintýri hennar,
senr enginn vissi um nerna ég, skyndilega
endað. En hvernig gat hún jrá svo bráðlega
elskað annan rnann? Það var allt leyndar-