Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Qupperneq 9
N. Kv. EYGLÓ 83 dómur, sem ég hét sjálfri mér að spyrjast aldrei neitt fyrir um. Skömmu eftir að Guðrún fór til skólans, kom bóndi að bæ, sem ég var þá stödd á. Hann átti heima á næsta bæ við Tóftir, og sást þangað nokkuð víða að úr landareign hans, en þó talsverður spölur á milli. Hann sagði frá því, að um nokkurn tíma sumars- ins hefðu verið menn á Tóftum, en ekki vissi hann, hvort það var útlent eða innlent fólk, venjulegast aðeins karlmaður og kven- maður, en þó sá hann stundum álengdar, að þær voru tvær. Einu sinni gerði liann sér ferð þangað. Þá voru þau aðeins tvö. Þau voru fremur lagleg og vel búin, en hvernig sem hann reyndi að fá þau til að tala, svör- uðu þau engu orði, en maðurinn var að mála myndir, og stúlkan eitthvað þess liátt- ar líka, en svo hvarf það l’rá Tóftum svo, að hann vissi ekkert, hvert það fór. Fólkið á bænum taldi víst, að þetta hefðu verið út- lendingar, en ég þagði aðeins og vissi þó vel, að þetta var maðurinn, sem kom lieim með Guðrúnu danskvöldið góða, og með sanni var ég búin að frétta, að hún kom það kvöld aldrei til dansleiksins, en ég sagði, að hún hefði ekki nennt því og verið heima, og því var trúað. Ungu hjónin voru komin. Guðrún var dálítið þreytt eftir ferðina, en glöð og hress í anda. Jón, maður hennar, var ekki fríður maður, en stillilegur og drengilegur. Augu hans lýstu innilegri blíðu, er hann leit á Guðrúnu eða talaði við hana. Og það leit. svo út, sem hún væri sæl við sambúð hans. Hann var aðeins einn dag á Bóli. Ég var viðstödd, er þau kvöddust, og sú kveðja var rnjög innileg. Mamma Guðrúnar bað mig að ætla sér mánaðartíma frá jjví hún legðist og þangað til hún væri orðin aftur frísk og lofaði ég því. Þegar Guðrún lágðist á sæng, var ég sótt urn leið og ljósmóðirin. Fæðingin gekk vel, og ljósmóðirin lagði myndarlegt stúlktibarn á arrna mína meðan hún sinnti móðurinni. Ég hálfhrökk við. Á mig störðu augun fögru, sem ég hafði aðeins einu sinni séð, en aldrei getað gleymt; aðeins voru jjessi eins og dálítið undrandi, og sólskinið var ekki eins rnikið í Jreim. Ég hafði oft ver- ið með ljósmæðrum áður við barnsburð og venjulegast, meðan mæðurnar voru að hressast, beðin að sjá um barnið með þeim, en Guðrún lét ekkert Jjess háttar í Ijós. En Jregar Ijósmóðirin sýndi henni barnið eftir laugunina, komu tár í augu hennar, en svo brosti hún lilýtt. Foreldrar hennar sendu bréf til Jóns, eftir beiðni hans, sama daginn og fjölgaði, og rnánuði seinna komu Jjeir presturinn og Jón, og var Jjá allt undirbúið skírn litlu stúlkunnar. Jón var glaður í bragði og innilegur, og Jjegar hún sýndi honum barnið og spurði: ,,Er hún ekki falleg?“ þá brosti iiann hýrlega og sagði: „Hún er indæl,“ um leið og hann snerti enni hennar með vörunum. En Jjví veitti ég atltygli, að hann leit aldrei á Guðrúnu með- an á skírninni stóð. Telpan var skírð Eygló. Þegar athöfninni var lokið, sagði prestur: „Þetta er fallegt nafn og vel til fundið á svona frítt barn, það er eins fátítt og föður- nafnið er algengt. Mér er farið að dauðleið- ast það nafn.“ „Mér linnst það gott,“ sagði Jón brosandi, „ekki er það langt, Jjað er kostur á því.“ Guðrún kom með barnið inn í litla hús- ið, sem ég svaf í, og hafði setzt Jjar innan við opnar dyrnar, og ég hvíslaði að henni: „Hún er ekki Jónsdóttir.“ Guðrún hélt áfram og lagði barnið í rúmið. Svo sneri hún sér að mér brosandi og hvíslaði jafn- lágt: „Nei, hún er Hjálmarsdóttir.“ Svo liðu 12 ár Jjannig, að ég sá ekki Guð- rúnu, en við skrifuðumst á, venjulega tvisvar á ári. Þau hjónin voru búin að eign- ast 2 dætur, og hétu Jjær móðurnafni henn- ar og systurnafni hans. Hún sagði nrér, að þær væru allar efnilegar, og alltaf var Eygló jafnfalleg. En það skildi ég glöggt af bréf- unr hennar, að allar nutu Jjær sama ástríkis föðurins.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.