Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Side 10
84 EYGLO N. Kv. En svo kom bréí, er byrjaði þannig: „Ey- gló er dáin.“ Hún liafði veikzt snögglega og leoið skamman tíma, en allar iækninaratil- raunir reyndust árangurslausar. „Ég held ég hefði ekki lifað það af, ef Jón hefði ekki styrkt mig með tryggð sinni og hinni óbifan- legu staðfestu og umhyggju." Mér varð bylt við og samhryggðist Guðrúnu innilega. Datt mér þá í hug, að skeð gæti, að hún hefði ánægju af því að sjá mig, og bjó mig því undir það, sem ég hafði sjaldan gert um ævina og aldrei síðan ég var ung, að fara í langferð. Heimilið var orðið tómlegt fyrir mig, því að hjónin, er ég liafði átt svo lengi heima hjá, voru bæði dáin, og þó að börn þeirra væru húsráðendur og væru mér góð, undi ég þar ekki eins vel og áður. Ég tók saman allt dót mitt tií geymslu, ieigði mér hest og mann til fylgdar fyrir seinustu aur- ana, sem ég átti, og lagði af stað. Það gekk nokkur tími í þetta fyrir mér, svo að það var liðinn meir en hálfur mánuður frá dauða Eyglóar, þegar ég seinni part dags kom að bæ Guðrúnar. Það vildi svo til, að hún kom sjálf til dyra. Hún tók mér mjög vei og bað mig innilega velkomna. Mér fannst hún lítið breytt. Þó var einhver festu- leg ró komin yfir svipinn, en minna bar á glettnisdráttunum en áður var. Bygging var allgóð, rúmleg baðstofa og tvö hús í öðr- urn enda hennar; hún opnaði aðrar dyrn- ar: „Hérna áttu að vera meðan þú dvelur hjá mér, því að einhverjar nætur dvelur þú þó lijá mér. Annars hef ég lítið gengið urn þetta herbergi síðustu tíma.“ Hún vatt sér fram fyrir og opnaði hinar dyrnar. „Viltu korna út, Jón minn, og segja manninum, livað liægt er að gera við hestana? Hún Sig- ríður vinkona mín er komin og ætlar að vera þó fyrst og fremst í nótt.“ „Það er gott,“ svaraði hann þýðlega, og óðar var hann kominn í dyrnar og heilsaði mér jafn innilega og hún. Mér fannst hann liefði lát- ið meira ásjá en hún, enda hafði ég heyrt það, einlivers staðar á leiðinni, að hann hefði tekið sér missi barnsins mjög nærri. Við gestirnir borðuðum mat með hjónun- um um kvöldið, og enginn minntist á ann- að en almenn efni. Líka sá ég dætur hjón- anna. Þær voru efnilegar og laglegar, en hvorug þeirra liafði hin fögru augu Eygló- ar, en mér leizt vel á þær. Það var settur bekkur inn í herbergi Eyglóar, og ég svaf þar um nóttina. Guðrún sat æði lengi hjá mér, þegar ég var háttuð, og spurði mig margs úr sveitinni okkar, en hvorug okkar minntist neitt á Eygló. Ég fór seint á fætur morguninn eftir, og það var komið undir liádegi, þegar ég kom út. Fylgdarmaðurinn var farinn og hafði kvatt mig í rúminu. Guðrún hafði komið inn til mín, en nrt var ég ein. Ég gekk upp á lítinn hól og sá þá, að kirkjan stóð, mátti lieita, örskammt burtu, og bærinn, sem lienni tilheyrði, hinum még- in við kirkjugarðinn. Ég gat vel greint minnismerki, krossa og stöpla í honum. Þegar ég kom heim á lilaðið, kom Guðrún á móti mér og brosti glaðiega. „Ég hélt þú værir strokin frá mér, en við erum iteppnar með veðrið, því að mig langar í stutta úti- göngu með þér. Það er alltaf gott að nota fæturna. Ég ætla að ganga með þér eftir matinn til kirkjugarðsins.“ „Það þykir mér vænt um,“ svaraði é°\ Meðan Guðrún var að matarstörfum frammi í bænum, vorum við Jón ein inni. Hann spurði mig ýmislegs úr sveit minni, en svo varð þögn. Þá stóð hann upp og rétti mér hendina hálffeimnislega. „Ég þakka þér kærlega fyrir það að heimsækja Guð- rúnu, það liafa fáar þær konur gert, er telja sig þó vinkonur hennar. Ég liélt þó að öll- um, sem kynntust Eygló, mætti vera það ljóst, hvílíkur harmur það er móður að rnissa svo elskulegt barn.“ Ég sleppti liönd hans. „Það er ékkert að þakka, en gæti koma mín orðið ykkur til ánægju, væri mér það sönn gleði.“ Hann brá hönd fyrir augu og hélt henni þar kyrri. „Mér finnst stundum, að ég hafi svo lítið getað létt Guðrúnu þessa

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.