Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Qupperneq 16
90 SVEINN SKYTTA N. Kv. hann við og glotti ísmeygilega. „Nú gel ég honum aftur hnappana, en í launa skyni verður hann svo að segja mér, hvar prestur- inn geymir silfurbikar kirkjunnar og oblátudósir.“ ,,Það læt ég nti vera,“ mælti Tange, „því að mér er það alls ekki kunnugt." „Jæja þá,“ mælti Manheimer kæruleysis- lega. „Þá er útrætt um það. Hann býr þá yfir leyndarmáli sínu, og ég held vinning mínum.“ Að svo rnæltu lagði hann risalófa sinn yfir hnappana, sem Tange einblíndi á í sífellu. „Ég get svarið, að ég veit það ekki,“ sagði kapelláninn í bænarróm. „Því trúi ég vel,“ mælti höfuðsmaðurinn stuttur í spuna, ,,en veit hann þá, hvað ég ætla að sverja? Það er, að í fyrramálið skulu allir hnapparnir hans labba ofan til gömlu matmóður hans gegn sama verði, sem ég fékk fyrir þá fyrri.“ „Nei, í guðanna bænum!“ hvíslaði Tange í bænarróm og teygði hendurnar í áttina til höfuðsmannsins. „Hvar er þá silfurkaleikurinn geymdur?“ „Æ, Jesús minn góður! Ég hef unnið þess dýran eið að nefna það aldrei við nokkurn lifandi mann.“ „Hann getur sagt það ofninum þarna, þá rýfur hann ekki eið sinn.“ „Ég þori það ekki; æ, ég sárbæni yður, höfuðsmaður.“ „Heldur hann ekki, að kerlingin muni gefa mér ort fyrir hvern hnappanna?“ spurði Manheimer og fágaði einn þeirra á ermi sinni og hélt honum síðan uppi á nróti ljósinu. „Æ, mig auman," stundi kapelláninn. „Ætli það sé orðið of seint í kvöld að finna kerlingarskrukkuna? Ég held ég verði að reyna strax, svo að hún fái vinninginn glóðvolgan.“ Tange kófsvitnaði. Hann átti í hörðu hugarstríði, vatt hendur sínar yfir höfði sér og tautaði þurrum vörum einhver bæn- arorð til höfuðsmannsins. „Vill hann ekki bíða, þangað til ég kem aftur?“ sagði Manheimer og þóttist ekki sjá, hvað hinum liði. „Ég býst ekki við, að það standi lengi á verzlunarviðskiptum okkar niðri.“ Að svo nræltu stóð hann upp og bjóst til að fara. Tange þreit snöggt í handlegg hans. „Þér megið ekki fara,“ livíslaði hann hás- um rórni. „Og hvers vegna ekki, vinur sæll?“ spurði Manheimer hlæjandi. „Þér rnunduð steypa mér í glötun með því.“ „Jæja, er jjað nú frambærileg ástæða,“ svaraði höfuðsmaðurinn hlæjandi og ýtti kapelláninum frá sér. „Æ, Guð minn góður! Er mér þá engin björgunar von?“ „Hann getur sjálfur bjargað sér,“ mælti Manheimer og leit við í dyrunum. „Gott og vel,‘ ‘sagði Tange allt í einu, „það skal ég líka gera. Þér skuluð fá að vita, hvar munirnir eru geymdir.“ Yfirlýsing Jiessi kom svo óvænt og ákveð- in, að Manheimer virti kapelláninn fyrir sér um hríð og mælti síðan: „Guð náði prestinn, ef hann reynir að leika á mig!“ „Það dettur mér ekki í hug, ég veit um mann, sem trúað er fyrir gripum þessum.“ „Hver er það?“ „Grafarinn. Og nú fer ég til hans.“ „Ágætt!“ mælti höfuðsmaðurinn og kinkaði kolli ánægjulega. Hérna eru Jaá hnapparnir hans, og nú halla ég mér út af á legubekkinn, Jrangað til hann kemur aftur.“ Að svo mæltu tæmdi Manheimer ínjaðar- kolluna og velti sér niður á bekkinn. Tange tók hatt sinn og frakka og flýtti sér burt. XIII. Felustaður kirkjubikaranna. Nú var nálega klukkustund liðin, siðan Tange fór á brott. Hljótt var í herbergi

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.