Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Page 25

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Page 25
N. Kv. SVEINN SKYTTA 99 Sveinn horfinn, og einnig ljósbjarminn, sem skinið hafði gegnum grindahurðina innan úr hinni hvelfingunni. „Komið með Ijóskerið!“ hrópaði Man- heimer æstur. „Komið allir hingað ofan, og svo skulum við reyna, hvort við getum ekki brotið upp hurðina." Hermennirnir ruddust nú inn yfir lík- kisturnar og beittu herðum sínum á hurð- ina, en vannst ekkert á . Manheimer blót- aði og öskraði, svo að undir tók í hvelfing- unni. En honum loks skildist, að hurðin myndi ekki verða brotin upp, stakk liann rýtingi sínum inn á milli karmsins og járn- grindarinnar. Og loks heppnaðist honum að brjóta eina eða tvær spengur. Gat hann þá stungið handleggnum gegnum gatið og náð til slánna hinum megin og lyft þeirn frá hurðinni að innan. Opnaðist þá hurðin, og gengu nú Svíarnir inn fyrir. í bjarma ljóskersins sáu þeir, að iivelfing- in var mannlaus. Og stinnur súgur mætti þeim þarna inni frá kjallarahlerum í múr- veggnum. „Skrattinn gráskjóttur!“ drundi í Man- heimer. „Allt er þetta bannsettum kapel- láninum að kenna. Hann er valdur að öll- um okkar óhöppum. Hann skal svei mér fá að gjalda þess hressilega. En ef við segðum nú, að hann hefði lokað mig inni í kirkj- unni, og að presturinn hefði þar búið okk- ur launsát. Þannig næði ég mér niðri á þeim báðum, og presturinn fengi einnig að vita, að tengdasonur hans hefði ljóstrað upp við okkur leyndarmálinu." Þessar voru hugleiðingar hins virðulega höfuðsmanns, er hann liélt aftur heimleiðis til félaga sinna í Gæsaturni. éFramhald). Will Lang: Fjögur líkin frægu. Sönn saga. Ein furöulegasta saga frá síðari heimsstyrjöld. Helgi Valt Sagan hefst í aprílmánuði 1945. Senn leið að lokum styrjaldarinnar, og stórskota- liðs-herdeildir Bandaríkjamanna voru að leita að fólgnum skotfærum út um allar sveitir í Túringen. í 14 mílna (enskra) löng- um og dimmum göngurn saltnámanna í Bernterode höfðu fundizt 400.000 smálestir skotfæra. Allt í einu rákust menn þar á ný- lega steyptan vegg, er lokaði einum göngun- um, 1800 fet undir yfirborði jarðar. Þetta var þykkur veggur úr mulningi og steypu, og er þeir höfðu brotizt í gegnum hann, ýsson þýddi. 1 komu þeir inn í leynihólf eða hvelfingu. Hún var troðfull af fegursta glitvefnaði og giæsilegum, prússneskum gunnfánum, svo hundruðum skipti, — og auk þess voru þarna fjórar rniklar líkkistur. Þvers yfir lok þeirra hafði verið hripað í skyndi með rauð- krít fáein orð, sem gáfu til kynna, hvert innihaldið væri, alveg eins og hér væri að- eins um einhverjar vörusendingar-kröfur að ræða. Hér með hófst ein hin furðulegasta og einkennilegasta málaiiækja styrjaldarinnar,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.