Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Page 28
102
FjÖGUR LÍKIN FRÆGU
N. Kv.
an bug að þessu. En annars er mér alveg
sama.
Krónprinsinn: Ég hef ekkert út á yður að
setja, höfuðsmaður. En mér er ekki ljóst,
hvernig ég geti veitt mitt leyfi.
Lesley: Hvort sem þér veitið yðar leyfi
eða ekki, kemur í rauninni að lokum í sama
stað niður. Við störfum samkvæmt skipun
hermálaráðherrans.
Krónprinsinn: En hvernig í ósköpunum,
— kemur það hermálaráðherranum nokkuð
við, þó að þér kvænist Cecilíu?
Lesley: Kvænist Cecilíu! — Ég er að berj-
ast við að greftra langa-langa-langa-langa-
langaafabróður yðar!
Krónprinsinn öskraði upp yfir sig af
hlátri og lét svo sækja kampavínsflösku.
Síðan veitti hann fúslega sitt samþykkti og
fjölskyldu sinnar fyrir greftrun konung-
anna á þessum stað.
Síðan var sent velorðað símskeyti til son-
ar Hindenburgs og kom svarið um hæl, að
major general Óskar von Hindenburg
myndi koma til Wiesbaden daginn eftir til
að ræða um, hvers konar einkamál væri átt
við í símskeytinu. Hann kom þó ekki. Af
tilviljun hafðist upp á honurn í varðveizlu
amerísku öryggislögreglunnar, þar sem
hann með mesta ofstopa heimtaði að verða
látinn laus. Þannig stóð á þessu, að er upp-
gjafa-generalinn kom til Wiesbaden, hafði
hann brotið sett lagaákvæði með því að inn-
rita sig í gestaskrá hótelsins með öllum sín-
um titlum og nafnbótum.
Er hann hafði verið látinn laus úr fanga-
klefanum og fékk að heyra, hvað hér væri
um að ræða, var hann vel ánægður með stað-
arvalið undir gröf foreldra sinna. Honum
var einnig ánægjuefni að heyra, að Hessen-
fylki mundi greiða mestallan kostnað við
þessa endurgreftrun. Sjálfur barmaði hann
sér sáran og sagði meðal annars: ,,Fjöl-
skylda mín er nú bláfátæk eins og kirkju-
mús.“
Hin kjörnu greftrunarsvæði kirkjunnar
voru nú vandlega byrgð forvitnum augum
með því að girða fyrir þau með stórum tré-
og segldúkshlífum, og síðan hófst gröftur-
inn. En þá barst nýr vandi að höndum. í
krossálmu þeirri, þar sem konungunum
hafði verið ætlaður staður, rákust grafar-
arnir á urmul beina, þar sem enginn átti
neinna von. Hafði staður þessi bersýnilega
verið notaður til greftrunar óskráðum
munkum fyrir siðaskiptin. Voru bein þessi
flutt gætilega nokkur skref til hliðar og síð-
an vígður reitur þeirra, en skilin eftir nægi-
lega víð gröf handa báðum Friðrikunum.
Það hefði verið ólíkt Hindenburg gamla
að láta hola sér niður árekstralaust. Grafar-
arnir rákust þegar á frumfjallið á 24 þuml-
unga dýpi. Þar með var séð, að hið mikla
Hindenburg-skrín gæti ekki komizt fyrir
undir gólfi, eins og fyrirhugað hafði verið.
Hugðust Ameríkanarnir fyrst að láta
sprengja klöppina, en séð þótti þegar, að
tundursprenging gæti ef til vill fellt hinn
236-feta háa turn þarna uppi yfir. Loks var
leitað ráða hjá einum verkfræðingi borgar-
innar, og ráðlagði hann að hækka gólf turns-
ins nokkur þrep yfir kirkjugólfið, svo að
hinar miklu kistur kæmust þarna fyrir.
Enn var þó ekki öllum vandræðum lokið.
Nú rákust amerísku herforingjarnir á enn
eina hindrun. Þjóðverjar höfðu kjörið dr.
Hermann Brill, ráðherra í Hessen, til að
vera fulltrúa sinn við þessa leynisamninga-
gerð um greftrunina. Dr. Brill er jafnaðar-
maður og mælti hann ákaft og ofsalega gegn
öllu þessu umstangi. Kvaðst liann sannfærð-
ur um, að öll óhamingja Þýzkalands væri
engu síður Hindenburg en Hitler að kenna.
Taldi hann kirkjugreftrun þessa alltof góða
handa öllum þessum náungum. Varð um
þetta hörkurifrildi dögum saman. Lauk því
loks með því, að herforingjarnir sóttu
general Clay, og var dr. Brill þá skipað að
hætta þessu.
Sjálf greftrun konunganna og Hinden-
burgs varð markverður atburður sökum