Nýjar kvöldvökur - 01.07.1951, Side 44
118
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
N. Kv.
ég missti við það að vera vísað frá fermingu,
er ég var 14 ára.
I hvert sinn sem við Benedikt hittumst,
hélt hann yfir mér langar hvatningarræður
og lýsti skólalífinu svo glæsilega, að ég að
lokum lét undan. Skrifaði ég síðan skóla-
stjóra og sótti um inngöngu í skólann á
næsta hausti.
Nú liðu nokkrar vikur, og sagðist Bensi
hlakka til þess, að við fengjum að vera þar
saman einn vetur. Og svo kom loks svarið.
Ekkert pláss var í fyrsta bekk skólans næsta
vetur, og varð að láta þá sitja fyrir, sem þeg-
ar höfðu beðið eftir skólavist 1—2 ár. En ef
ég vildi sækja um skólann að ári liðnu,
myndi ég sitja fyrir plássi.
Mér þótti vænt um þessi málalok. Því að
eftir að ég sendi umsóknina, fann ég það
betur og betur, að ég treysti mér illa til
námsins, jafnilla og ég var undirbúinn.
Ekki sízt eftir að Bensi sagði mér, að
kennslubækur í sumum námsgreinum væru
á diinsku. Og hvernig ætti ég þá að læra erf-
ið fræði á tungumáli, sem ég kunni ekkert í?
Nú var ég alveg ákveðinn í að læra að
smíða. Ég ákvað að vera í kaupavinnu næsta
sumar, þar sem ég fengi hátt kaup. Ég átti
ekki neitt. Varla svo, að ég gæti skipt urn
föt. Og ekki var álitlegt að ráða mig í 3 ár
sem matvinnung. Ég þurfti því að vinna
fyrir peningum um sumarið og byrja síðan
á náminu um haustið. Kaupið, sem ég fékk
á Hólum gekk allt til foreldra minna, sem
bæði voru heilsulaus. Taldi ég það skyldu
rnína að styrkja þau, eins og eldri bræður
mínir gerðu með því að vinna heima kaup-
laust.
Til Jaess að koma fram þessu áformi mínu,
varð ég að fara frá Hólum 14. maí, hvernig
sem á stóð. Þetta var vorið 1896.
Nú var kominn 13. maí. Ég var búinn að
vefa 50 álna langan vef um veturinn, og
þæfa vaðmálið líka. Af þessu átti ég að fá
efni í einn fatnað, og var það hið síðasta,
sem eftir var af árskaupinu. Var búið að
mæla vaðmálið handa mér, og var mér þá
ekkert að vanbúnaði nema sótthreinsunin.
Norðurstofan í húsinu hafði ekki verið
notuð, síðan ballið var haldið þar á afmælis-
daginn minn, og þar gat ég farið nákvæm-
lega eftir ráðum Ásgeirs Blöndal. En það
var að svæla mig og föt mín í brennisteins-
reyk inni í lokaðri stofu. Ég hafði náð mér
í brennistein í Námafjalli, þegar ég rak féð
austur, svo að ég hafði nóg til af honum.
Nú tók ég koffortið mitt uppi í kvistinum
og bar það ofan í stofu. En í því var aleiga
mín. Síðan rak ég nagla í veggi og bita og
hengdi á þá allt innihald koffortsins. Svo
kveikti ég í brennisteininum, sem ég setti í
hrúgu á járnplötu og ltafði steina undir
henni, svo að ekki sakaði gólfið. Klæddi ég
mig síðan úr hverri flík og hengdi þær upp
líka. Stóð ég svo þarna allsnakinn eins
lengi og ég gat dregið andann. Ég hafði
byrgt gluggana og lokað hurðinni, svo að
reykurinn komst hvergi út. Enda fylltist
stofan svo af reyk, að ég þoldi ekki við nema
litla stund. Hljóp ég síðan nakinn og hóst-
andi upp í rúm rnitt, en Sigurbjörg þjón-
usta mín hafði þvegið öll rúmfötin, svo að
ekki átti að vera nein hætta, þótt ég svæfi
þar eina nótt.
Morguninn eftir fór ég á fætur klukkan 5
og hljóp nakinn ofan í stofu. Var loftið þar
enn litlu betra, heldur en þegar ég fór það-
an kvöldið áður. Brennisteinninn var út-
brunninn, en lilaut að hafa brunnið fram
undir morgun, því að brennisteinn brennur
seint. Samt bætti ég ögn á pönnuna og
kveik.ti i og fór síðan að klæða mig. Raðaði
ég öllu ofan í koffortið og lokaði því síðan.
Og að því loknu hljóp ég af stað. Tók ég'
mér hest og reið yfir Laxá, og lét hann síðan
hlaupa til baka. Var ég nú léttfættur vestur
yfir Reykjadalsheiði. Nú var ég orðinn
frjáls og minn eigin húsbóndi.
Eitt var það þó, sem olli mér áhyggjum: