Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Page 10
136
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
svarar mjer — ja, hver kann að vita? Kan-
ske að jeg breyti þá ásetningi mínum og ör-
lögin taki aðra stefnu — — — — — — —
Jæja-nú! Jeg er þrisvar sinnum búin að kalla
á hana — kalla nafn hennar »Mavis« út í
sólskinið og vorblíðuna og enginn gegnir mjer
nema söngþrösturinn (mavis á ensku), nafni
hennar, sem sat kvakandi í furugrein, Mavis!
— Hún kemur ekki — guð vill eklti lála hana
vera boðbera sinn í dag. Hún þekkir ekki og
veit ekkert um þessa hjartasorg mína, sem
þyngri er og beiskari hverjum harmleik skáld-
anna. Mjer þætti fróðlegt að vita, hvað hún
hjeldi um mig, ef hún vissi, hvernig jeg er —
Jeg ætla nú að hverfa aftur til þeirra tíma, er
ástin gagntók mig — brennandi, ofsaleg, eilíf
ást! Hvílíkur unaður, hvílík sæla, setn streymdi
um hverja mína æð, hvílíkir draurnar, sem
fyltu huga minn! Jeg sá Lúció — og mjer
fanst sem voldugur engill varpaði dýrðlegum
geislum i sál mína! Með honum var vinur
hans og gerði fegurð hans enn tilkomume ri
— þessi drembni, sjálfbyrgingslegi miljónara-
kjáni Geoffrey Tempest — hann, sem keypti
mig og er nú eiginmaður minn að iögum
fyrir það kaup sitt — —- *
Hjer hætli jeg lestrinum og leit upp. Augu
hinnar framliðnu virtust stara jafnfast á mig
og á sina eigin spegilmynd. Höfuðið var sigið
lengra ofan á brjóstið og sjálft andlitið líktist
nú talsvert greifafrú Elton, eftir að hún var
orðin afmynduð í framan af slaginu.
»Að hugsa sjer, áð jeg skyldi elska þetta !«
sagði jeg og benti á líkið. »Slíkur heimskingi
— slíkur dæmalaus heimskingi, eins og allir
karlmenn, sem Ieggja sitt eigið líf og sína eig-
in framtíð í sölurnar fyrir konulíkama og
kvenfegurð. Ef nokkurt annað líf væri til —
ef slík vera hefði sál, sem að einhverju leyti
líktist þessari baneitruðu jörð, þá mundu sjálfir
djöflarnir snúa baki við þessum andsfyggilega
fjelaga.«
Ljósin blöktu og líkið virtist brosa. Klukkan
í hliðarherberginu sló, en ekki tók jeg eftir
hvað margt. Jeg raðaði skrifuðu örkunum, sem
jeg hjelt á, og hjelt áfram lestrinum.
XXXVI.
»Upp frá þeiiri stundu, að jeg leit Lúcíó
Rímanez, gaf jeg mig ástinni og ástaþránni
algerlega á vald,« hjelt Síbýl áfram þessari
»líkræðu« sinni. »Jeg hafði heyrt föður minn
geta um hann áður og vissi, að hann (faðir
niinn) skuldaði honum peninga, þó skömm sje
frá að segja. Sama kvöldið, sem við hittumst,
sagði faðir minn við mig alveg hispurslaust,
að nú byðist mjer tækifærið til þess að leita
lukkunnar. »Gifstu annaðhvort Rímanez eða
Tempest,* sagði hann, »hverjum þeirra, sem
betur rennur á snærið. Prinsinn er vellríkur
— en það er eitthvað leyndardómsfult við
hann og enginn veit, hvaðan hann er runninn
í raun rjettri — auk þess er hann frábitinn
kvenfólki. Tempest á finim miljónir og virðist
vera kærulaus glópaldi. Jeg held annars, að
þjer sje best að dorga við hann.« Jeg svaraði
þessu ekki og lofaði engu, en biátt komst jeg
að því, að Lúcíó vildi ekki giftast og rjeð jeg
af því, að hann vildi heldur vera elskhugi
margra kveuna en »einnar konu eiginmaður.«
En ást mín var jafnheit eftir sem áður og ásetti
jeg mjer, að jeg skyldi að minsta kosti verða
ein þeirra, er hlotnaðist sú sæla, að ná ástum
hans. Svo giftist jeg Tempest og huggaði mig
við það, að mjer yrði hægra um vik, eins og
mörgum öðrum konum, þegar jeg á annað
borð væri gift. Jeg vissi, að flestir karlmenn
vilja daðra við gittar konur öðrum fiemur og
hjelt, að Lúció mundi fallast á þessa ráðagerð
mína, en sú von brást mjer og þaðan stafar
öll mín ógæfa. Jeg skil ekki, hvers vegna
elskhugi minn, sem jeg elska út af lífinu, smán-
ar mig og hrindir mjer frá sjer með stakri
fyrirlitningu. Petta er þó algengt, nú á dögum,
að giftar konur eigi sjer elskhuga. Rithöfund-
arnir ráða til þess og jeg hefi ekki að eins
sjeð því mælt bót, heldur varið í löngum vís-