Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Side 14

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Side 14
140 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. — Jeg fer að þreyfa fyrir mjer og einhver undarleg hræðsla liggur á mjer eins og farg — — jeg hefi nu engar þjáningar, en eilthvað verra, sem kvelur mig — jeg get ekki lýst þeirri tilfinningu. Jeg er að deyja — — deyja! Jeg er að klifa á þessu mjer til hugarljettis — bráðum verð jeg heyrnarlaus, sjónlaus og með- vitundarlaus — hvers vegna er þá þögnin í kringum mig rofin af þessum hávaða? — eg fer að hlusta og heyri greinilega ofsalegar raddir, sem svo yfirgnæfast af gný, líkt eins og reiðardunur í fjarska. Móðir mín stendur nú nær mjer — hún rjettir fram höndina og ætl- ar að taka í höndina á mjer! — — — — — við hana! Jeg heyri rödd hennar — hún tal- ar greinilega og hlær, þó að mjer heyrist það eins og grálur: »Komdu, Síbyl! Pú, barn, sem jeg fæddi í þennan heim, komdu og findu elskhuga þinn! Komdu og sjáðu, hverjum þú hefir heitið trú þinni! Rú, ungmær, sem jeg ól, snú þú aftur til þess staðar, sem þú komst frá!« Jeg spyrnist enn þá við og stari skjáifandi inn í myrkrið — og nú umlykja mig vængir — eldrauðir vængir! Þeir fylla alt upp — þeir eru alt í kringum mig — þeir hrinda mjer áfram — þeir þjóta fram hjá mjer og þyrlast í kringum mig — þeir stinga mig eins og örvadrífa, eins og hagljel. — — — Ó, drottinn minn! Jeg ætla að skrifa méðan jeg get. Jeg æ la enn þá að reyna að halda mjer i þráðinn, sem bindur mig við jörðina — gefið mjer frest — svolítinn frest áður en jeg hverf inn í myrkrin og eldhafið — látið mig segja svart á hvítu og öðrum til góðs hinn hræðilega sannleika, eins og jeg sje hann nú: Dauðinn er ekki til! Enginn dauði, alls enginn! — Jeg get ekki dáið. Aðeins skil- ið við þennan líkama, skilið við hann ögn fyr- ir ögn með óumræðileguin kvölum, en jeg dey ekki — nýtt líf tekur við — Iangt og óendanlegt. — — — Jeg sje nýjan heim, krökkan af dimmleitum verum, ekki nema hálf- sköpuðum — þær svífa til mín og benda mjer. Jeg hefi fulla meðvitund — jeg heyri, hugsa og skynja — dauðinn er aðeins draum- ur mannkynsins — hugsvalandi ímyndun þess. Hann á sjer ekki stað í raun og veru. í al- heiminum er eingöngu líf. Ó, hvað það er hræðilegt! — Jeg get ekki dáið! Jeg get naumast dregið andann í mínum jarðneska lík- ama. Penninn, sem jeg held á, skrifar öllu fremur sjálfkrafa en að skjálfandi hönd mín stýri honum — en þessar þjáningar eru fæð- ingarhríðir — það eru ekki dauðateygjur. Jeg spyrni við fótum — jeg verst af öllum lífs- og sálarkröftum að hrapa ofan í hyldýpið, sem jeg sje framundan mjet — en móðir mín dreg- ur mig með sjer — jeg get ekki losað nv'g Látið mig skrifa, halda áfram að skrifa með þessari helstirðu hendi — — eitt augnablik enn þá, þú óltalegi guð! Eitt augnablik enn þá, til að skrifa sannleikann — hinn hræðilega sannleika um dauðann, en lífið, sem mennirnir þekkja ekki, er hinn stærsti leyndardómur hans. Jeg er lifandi! Nýtt og voldugt lífsafl fer um mig, þó að hinn jarðneski líkami minn sje næstum dauður. Aðeins fara um hann smá- kippir og drættir — og jeg, sem er fyrir utan hann og dvel ekki lengur í honutn — jeg neyði deyjandi hönd hans til þess að skrifa þessi seinustu kveðjuorð: Jeg erlifandi. Mjer til örvæntingar og skelfingar, til iðrunar og sorgar, er jeg lifandi. En hvílíkt ósegjan- legt böl er þetta nýja líf! Og verst er þó af öllu, að guð, sem jeg efaðist um, guð, sem mjer var kent að afneita, þessi smánaði og hæddi guð — h a n n e r t i I! Og jeg hefði gelað fundið hann, ef jeg hefði viljað — það neyðist jeg nú til að vita um leið og jeg hverf hjeðan — ótal kveinandi raddir hrópa það til mín! — En það er of seint — — of seint! Hinir eldrauðu vængir s'á mig harðara — hin- ar undarlegu, hálfsköpuðu verur umkringja mig og hrinda mjer áfram — — inn í myrkrið — inn í storm og bál! — — — — — — — Gerðu mjer enn þá greiða, dauða hönd, áður en jeg hverf hjeðan — mín hrelda sál verður að neyða þig til að skrifa um þessa óumræði-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.