Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Síða 19
NYJAR KVÖLDVÖKtíR
145
Pjetur Simple.
Eftir kaptein Marryat.
Sökum þess að jeg hafði einungis tekið
með mjer ein einkennisföt, lá jeg í rúminu
meðan verið var að þurka þau; en þegar jeg
ætlaði að fara að klæða mig aftur í fötin, varð
jeg þess var, að þau höfðu hlaupið svo mjög,
að þau stóðu mjer nú á beini, ermarnar náðu
ekki nema fram undir úlfliði og buxurnar ekki
niður á ökla, auk þess, sem hnappar allir voru
orðnir svipur hjá sjón. Jeg hefði gjarna viljað gefa
mikið til, að geta aflað mjer nýrra einkennis-
klæða, áður en jeg gengi til prófs, en til þess
var enginn tími, því prófið skyldi byrja dag-
inn eftir kl. 10 árdegis. Jeg varð því að mæta
eins og jeg stóð á skutþiljum hins mikla or-
ustuskips, þar sem prófið skyldi fram fara.
Parna voru saman komin mörg foringjaefni, er
ganga áttu undir þetta próf, en allir sneiddu
þeir hjá mjer og litu mig hornauga, því jeg
ieit út eins og fuglahræða í samanburði við
þá, því þeir voru allir uppstroknir, eins og
nærri má geta; end.i þekti jeg engan þeirra
og gerði enga tilraun til að kynnast þeim, nje
gefa mig á tal við þá. Rað voru margir á
undan mjer á nafnaskrá foringjaefnanna, en
allir áttum við sammerkt í því, að við kipt-
umst við af kvíða í hvert skifti og upp var
kallað eitthvert nafnið, því það merkti það, að
sá hinn sami skyldi ganga fram fyiir próf-
dómendurna niður í farbúðinni. Var auðsjeð
á svip þeirra, er þeir komu aftur fiá prófborð-
inu, hvort þeir hefðu staðist eldraunina eða
ekki, því sumir Ijómuðu af gleði, en aðrir
drupu höfði, hnugnir á svip.
Loks var nafn miit kallað, og skjálfandi af
kviðaæsingu reikaði jeg inn í farbúðina og
fratn fyrir hina 3 kapteina, er upp skyldu
kveða dóm um það, hvort jeg væri hæfur til
sð gegna foringjastörfum í hetflota Hans Há-
tignar konungsins. Skjöl mín og meðmæli
öll voru nú rannsökuð og tekin góð Og gild,
og spurningum þeim, er fyrir mig voru lagðar
úr siglingafræði, veittist mjer ljett að svara.
Var mjer svo sagt að standa upp og kapteinn
sá, er skyldi yfirheyra mig í ýmsu tilheyrandi
ýmsum störfum sjómanna, lagði spurningarnar
svo harkalega fyrir mig og í svo byrstum róm,
að mjer fjelst hugur; hafa svör mín sjálfsagt
ekki verið á marga fiska, því svo var jeg við-
utan, að nú man jeg ekkert af þeim.
»Datt mjer ekki í hug!« sagði kapteinninn.
>það var svo sem auðsjeð á því, hvernig þjer
genguð til fara. Sá foringi, er jafnhirðulaus er
um klæðaburð sinn eins og þjer eruð við slfkt
tækifæri sem þetta, hlýtur að vera 'nálfgerður
labbakútur, sem lítils má af vænfa sem sjó-
manni og yfirmanni. Það mætti ætla, að þjer
hefðuð eytt námstíma yðar á kolakugg eða lít-
ilfjörlegri Ijettisnekkju, en ekki á tignarlegri
fieigátu. Jæja, herra minn! Jeg ætla þó að
gera eina tilraun enn.«
Mjer þótti mjer svo misboðið af orðum
kapteinsins, að jeg misti alveg vald á sjálfum
mjer og stamaði skjálfandi, að mjer hefði ekki
unnist tími til að skifta um einkennisbúning
og fór svo að gráta.
sRjer eruð líka altof harðleikinn, Burrows,*
sagði nú þriðji kapteinninn. »Piltinum hefir
alveg fallist hugur. Setjist niður stundarkorn,
herra Simple, og reynið að jafna yður. Svo
byrjum við á nýjan leik.«
Jeg settist niður og reyndi að átta mig á
hlutunum. Kapteinn sá, er hafði prófað mig i
siglingafræðinni, fór að lesa í einu Plymouth-
blaðinu, sem rjett í þeim svifum var rjett inn
í farbúðina.
»Hvað er þetta!« sagði hann alt í einu.
»Lítið þið á — Burrows og Keats,« og benti
á grein í blaðinu. »Má jeg spyrja, herra Simple,
19