Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Qupperneq 27

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Qupperneq 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 153 þeirri skoðun,« svaraði jeg. Hún hnipraði s:g út í horn og hjelt í raun og veru, að O’Brian vaeri ekki tneð öllum mjalla. O’Brian stóð nú upp og gekk til Helenu og bað hana með mörgum fögrum orðum og riddaralegri kurteisi að fyrirgefa sjer þessa unggæðislegu framkornu, og fullvissaði hana um, að hann hefði ekki við sig ráðið af gleði yfir hepni sinni og þakklálssemi við in:g, sem hann ætti í rauriinni alt þetta að þakka. Helena rjetti honum brosandi hönd sína og leiddust þau svo að legubekknum, þar setn við settumst svo öll til að skeggræða og bolla- leggja um framtíðina. »Jeg hefi nú afráðið, hvernig við skulum haga þessu,« sagði O’Brian. »Jeg fer nú fyist til Portsmouth til að taka við skipinu, svo fæ jeg mjer hálísmánaðar leyfi og fer heim til írlands til að vita, hvernig líður heima og hvað sjera M’Grath hefir afrekað. Við skulum því gera okkur glatt kvö'd, Pjetur minn, því þótt við tveir sjáumst aftur eftir stundarbil, þá geta mörg ár liðið svo, að við gleðjum okkur saman öll þrjú — já, meira að segja getur svo farið, að okkur auðnist aldrei aftur sú hamingja.« Systir mín varð hnuggin við þessi orð Ö’Brians, og jeg sá tár glifra í augum hennar. En eftir stundarkorn vorum við öll orðin glöð og kát og skemtum okkur eftir föngum. Snemma morguninn eftir lagði O’Brian af stað. Meðan við sátum við morgunverðinn, barst föður mínum brjef frá bróður sínum, þar sem hann ofur þurlega tilkynti andlát Privilege lávarðar, sem hafði orðið bráðkvadd- ur þá um nóttina. Skyldi greftrun fram fara á áttunda degi og átti þá að opna og gera heyrin kunna eríðaskrá hins látna. Er faðir minn hafði lesið brjefið, stóð hann upp frá borðinu og lokaði sig inni á skrifstofu sinní, en við Helena gengutn út í garðinn og rædd- um þar vonir okkar og framtíðarmál. 3. bók. Fyrsti kafli. Jarðarför. Vonbrigði. Herför til Vestur-Indía. Átta dögum síðar fylgdist jeg með föður mínum til Eagle Park til að fylgja til grafar Privilege lávarði. Okkur var vísað inn í her- bergi, þar sem líkkisfan hafði staðið undan- fatna daga. Var herbergið tjaldað svörtu. Kist- an var feikna skrautleg. Alstaðar blöktu fjaðra- knippi og fjöldi vaxljósa var til og frá. Hafði alt þetta djúp áhrif á flesta, er inn komu. Jeg hallaðist fram á grindurnar, er voru utan um pall þann, er kistan stóð á og rendi huganum yfir alt, sem mín og hins látna hafði á milli farið, og helst við það, er hann hafði kallað »drenginn sinn« og verið vingjarnlegur í við- móti. Að líkindum hefði hann, ef föðurkróðir minn hefði eigi eignast þenna dreng, látist í örmum mínum, og kastað á mig allri ást sinni og von um viöhald ættarinnar. Mjer fiaug í hug, hve hjegómleg öll þessi viðhöfn var, sem nú var verið að sýna honum látnum, og hvort hún muttdi á nokkurn hátt vega á móti því, ef hann hefði mætt hlýrri ást okkar nánustu æltingja í lífinu, og sem vafalaust hefðu drjúg- um aukið hamingju hans. En hann hafði jafnan lifað í »vellystingum praktug!ega« og hreint ekki verið laus við hjegómagirni. Enda fylgdi þetta alt honum nú til graíar. Er greftruninni var lokið, sem verið hafði skrautleg mjög og að sama skapi leiðinleg, ókum við aftur í skrautvagni til Eagle Park; þar tók föðurbróðir minn á móti öflum gest- unum. Hann hafði nú hrept lávarðstitilinn og hafði haft þann heiður, að ganga næstur kist- unni, er hún var borin til grafar. Var öllum vísað inn í bókasafnssalinn, þar sem hinn nýi lávarður sat í hinum sama stól og hinn látni hafði jafnan setið í síðustu árin, og við hlið hans sátu lögmenn með skjöl fyrir framan sig. Hann vtsaði öllitm til sætis jafnóðum og 20

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.