Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Qupperneq 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
155
um grun minn, og hvers jeg hefði orðið
áskynja v.ðvíkjandi veru bróður hans í írlandi.
Og er jeg hafði loki.ð sögu minni, hrópaði
hann:
kNú sje jeg, hvernig þessi svikavefur er of-
inn. Og jeg er ekki í neinum vafa um það,
að skift hefir verið á börnurn lil þess að
svsfta mig og þig öllum rjelti til lávarðstignar-
innar og eignanna. En nú ætla jeg að taka
til starfa og vita, hvort jeg gei einkis orðið
áskynja. Alít jeg, að með hjálp sjera M’Graths
og O’Brians, megi tak-st að Ijósta upp svik-
ræðinu.«
»0’Brian mun gera alt, er í hans valdi
stendur,* svaraði jeg. »Jeg vonast nú eftir
brjefi frá honum á hverri stundu, því að hann
hefir nú bráðum dvalið vikutíma í írlandi.*
»Jeg ætla sjálfur að fara þangað og vita,
hvort mjer verður ekkert ágengt; það skal ekk-
ert meðal látið ónotað til að Ijósta upp þessatj
svívirðingu!<t hrópaði faðir minn, og sló slíkt
roknahögg í borðið, að tvö vínglös brotnuðu.
»Pað er að segja, ekkert leyfilegt meðal,
sem manni í yðar stjett og stöðu er samboðið,*
»Jeg ætla að láta þig vita það, að jeg mun
nota alt — alt, til þess að vinna aftur þau
rjettindi, sem af mjer hafa svikin verið. Vertu
ekki að minnast á, hvort þetta eða hitt sje
leyfilegt, þegar um er að ræða, að ijósta upp
slikum svívirðingum! Nei! það sver jeg við
himnanna guð, að svik skulu koma svikum
móti, meinsæri mót meinsæri, já, blóð mót
blóði, ef þörfin krefur. Bróðir minn hefir
sundurskorið alt æltarfengsl, og jeg ætla rnjer
að ná rjetti mínum, jafnvel þótt jeg þyrfti til
þess að hleypa af samtnbyssunni minni gegn-
um hausinn á honum!«
»í guðs bænum, verið ekki svona uppstökk-
ur! — Munið eftir stöðu yðar.«
”Jeg gleymi henni ekki,« svaraði hann með
beiskju, »nje heldur því, hvernig mjer var
þröngvað inn í hana þvert ofan í vilja m'nn.
Jeg man fullvel orð föður míns og kuldans í
röddinni, þegar hann sagði, að jeg hefði um
það tvent að velja, að verða prestur eða deyja
úr sulti! En — hvað sem þessu líður — jeg
verð að búa mig undir prjedikunina á morg-
un og má því ekki vera að því að sitja hjer
lengur. Biddu Helenu að færa mjer inn te.«
Mjer datt í hug, að faðir minn myndi ekki
vera í sem bestu skapi til þess að semja stól-
ræðu, en jeg þagði. En næst, þegar fundum
okkar bar saman, var jeg búinn að fá brjef frá
O’Brian. Það var á þessa leið:
Kæri Pjetur!
Eins og þú veist, fór jeg til Plymouth,
kom skipi mínu út á skipalægið og Ijet næst-
ráðanda minn fá fyrirskipanir um, að koma
kjölfestu í skipið og koma fyrir vatnsílátun-
um. Að því búnu lagði jag af stað til ír-
Iands og fjekk hjartanlegustu viðtökur hjá
fjölskyldu minni, því að nú hjet jeg sO’Bri-
an kapteinn*. Öllum leið ágætlega. Báðar
systur mínar eru vel giítar og foreldrar
mínir hafa alt, er þau þurfa hendinni til að
rjetta. En það er nokkuð einmanalegt hjá
þeim; jeg held sem sje, að jeg sje búinn
að segja þjer fyrir löngu, að guði þóknað-
ist að burtkalla alla bræður mína og systur,
nema þessar tvær, sem nú eru giftar og
eina til, sem hefir nú hafnað sig í nunnu-
klaustri. Bólan hafði farið svo þrælslega
með hana, að enginn vildi við henni líta.
Meðan ótæpt bættust börn í búið, kvörtuðu
foreldrar mfnir stöðugt um það, að börnin
ætluðu aldrei að komast af höndunum, en
nú, þegar öllum hefir verið á burtu kipf,
á einn eða annan hátt, kveina þau og kvarta
yfir því, að þau hafi engan félagsskap annan
betri en svínin og sjera M’Grath. Nú gera
foreldrar mínir ekkert annað en að nöldra
og kvarta yfir þessu, og gæti það gert þau
ánægð, þá hlytu þau að vera það, því að
fjar.dinn má eiga mig upp á það, að annan
starfa en nöldrið hafa þau ekki frá morgni
til kvölds.
Mitt fyrsta verk var að senda eftir sjera
M’Grath, því að hann er nú ekki eins oft
hjerna e!ns og í gamla daga, Hann kvaðst
20*