Nýjar kvöldvökur - 01.09.1926, Side 30
156
NÝJAR KVOLDVÖKUR.
hafa fundið sjera O’Toole að máli, en sá
fundur hefði endað með skelfingu. Rví að
hann kvaðst hafa lúbarið O’Toole, klætt
hann úr hempunni og rifið hana í tætlur.
Sjera O’Toole hafði kært þetta athæfi fyrir
biskupi og þannig stæði málið nú. »En —
sagði hann — þorparinn er nú horfinn úr
þessum hluta landsins og, það sem verra er,
tekið með sjer EIIu og móðir hennar og,
það sem er allra verst, það veit enginn
hvert þau hafa farið, en líklegt þykir, að
þau sjeu öll koniin yfir til Frakklands.* Af
þessu mátt þú sjá, að mál okkar er iila
komið að einu leyti: Við höfum engin ráð
til að ná í kerlinguna og krefja hana sagna,
því að hver myndi vilja elta þau yfir sund-
ið nú, þegar við e^gum f ófriði við Frakka.
Að því er jeg veit, þá er öll okkar von á
því einu bygð, að ná. í herrnanninn og konu
hans, fóstruna, er send voru til Austur-Indía,
án efa í þeirri von, að loftslagið og köldu-
sóttin geri skjótan enda á æfi þeirra. Föður-
bróður þ;nn er mesta bölvað þrælbein, og
er þó enginn hans limur undanskilinn. Jeg
fer hjeðan eftir þrjá daga og þú verður að
hitta mig í Plymouth. Heilsaðu föður þín-
um frá mjer og berðu virðingarfylst mína
innilegustu hjartans kveðju til systur þinnar,
sem jeg bið alla dýrlinga að vernda og varð-
veita. Guð blessi hana eilítlega. Amen.
Pinn einlægur.
(Framh.) Terents O’Brian.*
Hver er Helga?
(Pýtt úr dönsku.)
I.
Frú Gerða reis með andfælum upp í rúm-
inu og varð glaðvakandi um leið. Hún var
þess alveg fullviss, að einhver hafði talað ekki
ýkjalangt frá henni. Til þess að ganga úr skugga
um, að svo hefði verið, beið hún hljóð og
hlustaði, ef hún skyldi heyra það aftur.
Voru þjófar komnir inn í dagstofuna eða
jafnvel inn í sjálft svefnherbergið til hennar?
Sú hugsun gerði liana nær lémagna af hræðslu.
Hversu oft hafði hún ekki lesið um »svefn-
herbergjaþjófa* í blöðunum, sem gátu verið
til í alt, ef uppvísir yrðu að verknaði þeirra.
Hún þorði ekki að rjetta út hendina til þess
að kveikja rafljósið, og naumast að draga
andann.
Gæti hún einungis, vakið manninn sinn, áti
þess að á því bæri.
En jafnvel þótt hún segði ekki eitt eiuasta
orð, heldur legði aðeins handlegginn yfir um
hann, þá mundi hann eðlilega fara að tala,
þegar hann vaknaði, og spyrja hana, hverju það
gegndi, að hún væri að vekja hann. Og þá
mundu þjófarnir vita, hvernig komið væri.
Petta var óttalegt. Hún hafði svo mikinn
hjartslátt, að hún áleit, að það mundi heyrast
Iengra til.
Hún vissi ekki, hversu lengi hún sat þannig
og hlustaði, þegar hún varð annars áskynja.
Senrtilega hafa það ekki verið nema ein eða
tvær mínútur, þótt henni hafi vissulega fundist
líða fleiri klukkustundir, áður en hún heyrði
talað aftur.
í þetta skiftið varð hún þó alls ekki hrædd.
Pvert á móti. — Nú dró hún andann líkt og
þungu fargi væri af henni ljett, og lagöi sig
því næst út af aftur.
Hún hafði sem sje heyrt, að það var eng-