Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 15
Nýjar kvöldvökur Janúar-—Marz 1959 Lll. ár, 1. hefti r Ur endurminningum Eiríks Kristóferssonar, skipherra FYRNTA NKOTIÐ — og skanimbpsnskipsíjórinii Á fyrstu árum strandgæzlunnar var al- gengt að sjá erlenda togara hópum saman inn í landhelginni, og það kom fyrir, að fleiri en einn næðust í sömu atrennunni. Fyrsta árið, sem ég var á gamla Þór, mældum við eitt sinn 17 togara í einu í land- helgi á litlu svæði við Ingólfshöfða, og var þetta í hvítalogni og hjörtu veðri. A þessum árum gátu togararnir heldur ekki togað á jafndjúpu vatni og þeir gera nú. Til þess höfðu þeir ekki nógu langa víra. Þeir gátu helzt ekki togað á öllu meira dýpi en 60 föðmum. Ef þeir fóru út fyrir land- grunnið og lentu á rniklu dýpi, voru vírarnir of stuttir. Stundum voru togararnir svo nærri land- steinunum, að í myrkri eða dimmviðri var alls ekki á það hættandi að sigla inn fyrir Þá‘ , . . . Meðan ég var á gamla Þór og Oðni fyrir 1930 tókum við allmarga togara í land- helgi, en ekki man ég eftir neinu sérstaklega írásagnarverðu í því sambandi við þær tog- aratökur. Þó skal hér sagt frá tveimur, en þar áttu þýzkir togarar í hlut í hæði skipt- in. Fyrri togarann, sem hér um ræðir, tók- um við á gamla Þór, rneðan Friðrik Ólafs- son var skipherra á honum, og var þetta fyrsta árið, sem ég var þar stýrimaður, Ingólfur Kristjónsson rithöfundur er nú atS skrifa endurminningar Eiríks Kristóferssonar skipherra ó Þór, og munu þær koma út ó veg- um KVÖLDVÖKUÚTGÁFUNNAR ó komandi hausti. Eiríkur hefur, sem nærri mó geta, fró mörgu fróSlegu og skemmtilegu oð segja. — Hér birtast tveir smókaflar úr endurminning- unum, gripnir af handahófi. Þá var það einhverju sinni, að við komum að þýzkum togara að veiðum austan við Ingólfshöfða, innan Tvískerja. Þegar við nálguðumst hann, tóku skipverjar eftir okk- ur, hífuðu upp vörpuna í skyndi og sigldu af stað. Þór var ganglítill, gekk ekki nema rúmar átta mílur, og óttuðumst við, að við mynd- u m tapa af togaranum, ef okkur tækist ekki að stöðva hann, áður en hann kæmist á fulla ferð. Skutum við því strax á hann nokkrum púðurskotum, en hann lét sér ekki segjast og stefndi beint til hafs. Sáum við, að strax tók að draga í sund- ur með skipunum. Áætluðum við, að fjar- lægðin milli þeirra væri orðin um 400 metra, og var þá ákveðið að skjóta kúlu- skoti fram fyrir togarann.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.