Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 16
2 FYRSTA SKOTIÐ N.Kv. Þessi mynd er tekin urn borð í „Þór“ á Húsavík, er for- seti Islands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, kom ]>angað í opin- bera heimsókn. A myndinni eru, talið jrá vinstri: Júlíus Havsteen, fyrrv. sýslumaður, Hendrik Sv. Björnsson, þá- verandi forsetaritari og Eiríkur Kristófersson, skipherra. Það kom hins vegar í ljós, að fjarlægðin hafði verið heldur lengri en áætlað var og við höfðum stillt sigti byssunnar inn fyrir. Sló kúlunni því niður í sjóinn áður en hún var komin fram fyrir stefni skipsins, en við það breytti hún um stefnu og lenti í miðri síðu togarans. Fallbyssuhlaupin eru riffl- uð eins og riffilhlaup og er því mikill snún- ingur á kúlunni er hún kemur út úr hlaup- inu. Þetta leiddi til þess, að þegar kúlan varð fyrir viðnámi af sjónum fleytti hún kerlingar og þaut 40—45 gráða horn til h.ægri í stað þess að fara beint. Við sáum, að togarinn nam strax staðar, en vissum eklci þá, að kúlan hefði hæft hann. Héldum við svo að skipinu, en þegar við komum að hlið þess, sáum við, hvar allir karlarnir stóðu frammi á þilfarinu með hendurnar beint upp í loftið, eins og þeir væru að boða algera og skilyrðislausa upp- gjöf. Við skildum ekkert í þessari hegðun þeirra, en þá sáum við, hvar út úr miðri skipssíðunni stóð eitthvað eins og ára- hlummur rétt niður við sjóskorpuna. Þetta reyndist vera sívöl spýta, sem telgd hafði \erið til og felld í gatið eftir kúluna. En kúlan hafði ekki aðeins farið í gegnum byrðinginn, heldur og þvert í gegnum kola- boxið, og þó það væri fullt af kolurn, var aflið svo mikið, að hún fór áfram gegnum kolabynginn, gegnum stálskilrúm og síðan inn í gufuketilinn. Þar hafði hún skrallað upp eftir fláa ketilsins og lent upp í þaki vélarristarinnar, en því næst fallið niður á gólfið í kyndaraplássinu og hvirflazt þar í ótal hringi og brotnað. Inni á kyndaraplássinu var einn kyndari að starfi, og vissi aumingja maðurinn ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, þegar fallbyssu- kúlan þaut inn á plássið og allt ætlaði um koll að keyra af skruðningum og hávaða. Varð kyndaranum svo um þetta, að hann fékk taugaáfall og sturlaðist, og var hann ekki orðinn heill á sönsum, þegar hann var sendur til Þýzkalands, eftir að við komum með togarann til Reykjavíkur. í þessu tilfelli hafði það alls ekki verið ætlunin að skjóta á skipið, enda þótt við hefðum fulla heimild til þess, eftir að það hafði óhlýðnazt. Mátti þetta því heita hreint slysaskot, en það hafði þó sín óbeinu áhrif síðar, því að eftir þetta hættu togararnir síður á það að reyna að komast undan okk- ur: hafa sjálfsagt álitið okkur hin mestu fól og fanta, fyrst við ldífðumst ekki við að skjóta á þýzka togarann miðjan. Mér vitanlega er þetta fyrsta kúluskotið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.