Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 19
N. Kv. 5 Hans Kirk: Týndu hlutabréfin — SMÁSAGA — Skrifstofustúlkan lauk upp hurðinni að einkaskrifstofu Popps yfirdómslögmanns og tilkynnti, að herra Seidelin, ásamt döm- um, óskaði viðtals. Popp sagði henni að biðja hr. Seidelin og dætur hans að fá sér sæti andartak, hann væri önnum kafinn í svipinn, en mundi brátt geta sinnt þeim. Popp yfirdómslögmaður hallaði sér aft- ur á bak í bakháum skrifborðsstól og slengdi fótunum upp á mahóníplötuna á borðinu. Hann tók að fægja gullspangargleraugun af mikilli vandvirkni. Það fór honum ekki vel að vera gleraugnalaus. Kringum rauð- baugótt augu hans kenndi kynlegs þrota, sem kom ekki heim við holdgrannan vöxt hans og hátíðlega framgöngu. Samkvæmt því að hann var ráðunautur efnaðs milli- stéttafólks, sérgrein: dánarbú, hafði Popp tamið sér mjög hátíðlegt og virðulegt ytra snið. Hann líktist jarðarfarastjóra að starfi og aðeins dálítill kúlumagi, tæpast sýnileg- ur undir þétthnepptum sjakketinum, gaf til kynna, að yfirdómslögmaður Popp — einn- ig hann — ætti sér einkalíf. Popp veik aldrei frá þeirn sið að hleypa skiptavinunum ekki innfyrir án nokkurrar biðar. Ofurlítil bið í fremri stofunni gaf fólk- inu hugmynd um alvöru lögspekinnar og svo um það, að hann væri maður í miklu annríki. Og þess utan kom það sérlega vel á Seidelin fyrrverandi pappírskaupmann að bíða. í fyrri viku hafði Seidelin birzt hér á skrifstofunni og krafizt afhendingar á spari- fé sínu, 70 þúsundum króna í skuldabréf- um. Að sjálfsögðu varð ekkert að gjört. Popp var til neyddur að afhenda bréfin, þótt hann, síður en svo, drægi dul á, að hann teldi sig áreittan. — Berið þér vantraust til mín, hr. Sei- delin? hafði hann spurt. Seidelin hafði vikizt undan spurning- unni. Hann gæti allt eins geymt féð sjálfur og fengið sér þjófnaðartryggingu. Hann tvísteig órólegur, en varð ekki um þokað. Popp yfirdómslöginaður hætti snöggvast gleraugnafægingunni og starði fram fyrir sig með áhyggjusvip. Honum var ráðgáta, hver hefði ráðlagt þessum gamla sauðar- haus að sækja bréfin. Skyldi hann liafa hitt einhvern annan lögmann, sem hefði ánetj- að hann sem skjólstæðing? Eða gekk ein- hver söguburður um gjaldþrot hans, Popps? Þetta viðfangsefni hafði haldið vöku fyrir Popp margar nætur. Svo stóð hann upp, kom gleraugunum fyrir á sínum stað og opnaði dyrnar. — Gjörið þið svo vel, hr. Seidelin og dömurnar, sagði hann með virðuleik. Af- sakið, að ég varð að láta ykkur bíða. Seidelin-systurnar, Fransiska og Mattea, stigu fyrst innfyrir. Þær voru á fimmtugs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.