Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Blaðsíða 24
10 TÝNDU HLUTABRÉFIN N. Kv. íáir mennimir, sem þykir gott að fá sér of- vrlítið í staupinu, og hafa þó ekki orðið fyrir því að missa aleiguna. — Eg segi þetta ekki þannig, að ég vilji dæma eða ofmetnast af sjálfri mér, hélt frú Back áfram. En ég er nú hingað komin að sumu leyti til þess að hlusta á séra Hvims, sem er orðinn víðfrægur meðal guðs barna, og ég ætlaði mér líka að gera það, sem ég gæti til þess að leiða þig á réttan veg, þó ég sé aðeins fávís kona. Þú verður að iðrast synda þinna, Seidelin. Þú hefur alltaf ver- ið barn heimsins, en þú getur séð, hversu heitt guð elskar þig. Hann hefur nú svipt þig þínum jarðneska auði til þess að þú skulir hlýða kalli hans. Og áfram hélt rödd mágkonunnar að tala um fyrir Seidelin, sem sat kyrr, samtímis haldinn óró og vellíðan. Hann var þess ekki alveg fullvís, að guð hefði ástæðu til að vera mjög reiður honum. En á hinn bóginn var það notalegt, að vita með sjálfum sér, að það var ekki hann, sem hafði hegðað sér eins og gamall bjáni, heldur væri það sjálft almættið, sem hrifsað hefði úr höndum hans sjötíu þúsund krónur í tryggum, markaðs- hæfum verðbréfum, til þess eins að frelsa sálir Iians og dætra hans. Seidelin og dætur hans fóru ásamt Signu Back til að hlýða á séra Hvims. Seidelin var mjög hrærður. Nú birtist honum allt í skýr- ara ljósi. Það hlaut einhver tilgangur að liggja að baki þeirri staðreynd, að hann hafði misst fjármuni sína. — Eitthvað var það, sem ekki mátti öðruvísi vera. Ef mað- ur færi að barma sér yfir því, var það sama eins og að rísa upp gegn handleiðslu guðs. Seidelin reyndi eftir mætti að láta sig iðra að hafa neytt alls þessa portvíns á sínu syndsamlega æviskeiði. Helzt mundi það vera þetta, sem guð krefðist af honum. Það sem skeður, skeður vegna sálarheillar okk- ar, voru síðustu orð mágkonunnar áður en hún steig upp í lestina á leið til Jótlands. * Liðnir voru sex mánuðir, og enn voru peningarnir ekki komnir. Frk. Seidelin hafði þegar rannsakað, hve mikil ellilaun Seidelin gæti fengið. Eitthvað varð til hragðs að taka, þegar peningarnir í spari- sjóðnum væru þrotnir. Frk. Mattea, sem kunni vel til útsaums, hafði í hyggju að sauma fyrir handavinnufélag. Seidelin var ásamt dætrum sínum óbrigð- nll tilheyrandi við guðsþjónustur séra Hvims. Og hann tók sér gönguferð seinni partinn á hverjum degi. Þá lá leið hans fram.hjá vínstofunni, sem hann áður hafði vitjað •—• en hann fór eklci inn. Seidelin var ekki sá maður, að hann hirti ekki um bend- inguna. Af gömlum vana nam hann staðar úti fyrir blaðasölu nokkuiTÍ og las uppfesta dálka. Og eitt sinn gat þar að lesa: YFIRRÉTTARLÖGMAÐUR POPP ITEFUR NOTAÐ í EIGIN ÞARFIR FÉ, SEM HONUM VAR TRÚAÐ FYRIR. Seidelin las tvisvar eða þrisvar. Jú, þarna stóð það. Hann keypti sér kvöldblað og opn- aði það með skjálfandi höndum. Þarna var löng grein með mynd. Það var ekki gerlegt að standa á götunni við lesturinn, og áður hann vissi af var hann setztur inni í góðu gömlu vínstofunni sinni með portvínsglas fyrir framan sig og las um það, hvernig yfirréttarlögmaður Popp hafði haft af fimm dánarbúum 60 þús. kr. Fyrirgefið, er þetta ekki hr. Seidelin? hljómaði rödd við hlið hans, og Seidelin leit upp. Þetta var veitingamaðurinn, sem áður var málkunnugur honum. — Þér hljótið að hafa verið veikur, hr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.