Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 26
12 N.Kv. Sköpuitarsnga sléttufgdtjnifnn miklu í Cnnndn Jónbjörn Gislason þýddi úr ensku Saga þessa máls hefst með þeim miklu jarðfræðilegu átökum, sem áttu sér stað fyrir 2300 milljónum ára og síðar urðu orsök hinna miklu náttúruauðæfa í vestur- íylkjum Canada. Þeir atburðir, sem áttu beinan þátt í að ákveða framtíð, fjármál og velferð lands- ins, voru ekki járnbrautir frá hafi til hafs, ekki úrvalshveitið, sem kennt er við „Marq- uis“, eða ríkar olíulindir, heldur nokkuð annað, sem aðeins örfáir Canadamenn hafa heyrt talað um. Það ber ekkert viðurkennt opinbert nafn, en sumir jarðfræðingar nefna það „the big Squeeze“. Leiksvið þessara atburða átti sér stað fyrir tveimur billjónum ára, og æ síðan til þessa dags hafa þeir mótað framtíð og frjó- semi þessa meginlands. Þessir tveggja billjón ára gömlu atburðir var tröllaukinn þrýstingur úr iðrum jarðar gegn yfirborðinu, sem af þeim átökum var hnoðað, hrært og mótað í það form, sem það hefir nú í dag. En hvernig mátti slíkt gjörast? Þegar yfirborð jarðar kólnaði, var það mjög óslétt, svo upp úr stóðu óbifanlegir stórir flákar af ósprunginni basalthellu, sem jarðfræðingar nefna „shields“. Sums staðar var þessi hella þynnri inn á milli hinna sterkari fláka. Þegar hið rauðglóandi miðbik jarðar kólnaði og dróst saman, sprakk efsta borðið og féll niður í hið ný- myndaða tóma rúm; af því leiddi jarð- fckjálfta, myndun fjalla, misgengi jarðskorp- unnar og ofsaleg eldgos. Þessar berghellur hafa verið hin trausta undirstaða jarðar- innar og öll breyting og samanþjöppun hefir því orðið að fara fram í hinum ótraustari berglagaundirstöðum. Víðáttumesta og þykkasta basaltundirstaða heimsins er undir Kyrrahafinu og myndar gólf þess á norðurhlutanum. Hin næst stærsta er tvær milljónir ferhyrningsmílna, og er miðja þess undir Hudson-flóanum og hálfu Canada og gefur landinu mest af nátt- úruauðlegð þess. Canada er þannig milli hinna tveggja stærstu og voldugustu bergundirstöðufláka, sem til eru. Hin jarðfræðilega saga landsins inniheldur sífellda breytingu, lyfting og sig á víxl, misgengi og þrýsting af völdum hinna tröllauknu neðansjávarbálka að aust- an og vestan. Saga þessara atburða er einstök í sinni röð, og svör við hinum ýmsu spurningum landkönnuða og vísindamanna voru ekki auðfundin. Astæðan var sú, að algjört ó- samræmi ríkti í gróðri landsins frá þeirra sjónarmiði; til dæmis á meginlandi, sem var aðallega skóglendi, fjöll og hálsar, virtust hinar víðáttumiklu sléttur alls ekki eiga heima. Spurningin var: hvernig urðu slétt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.