Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 29
N. kv. SKÖPUNARSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA 15 Frá Rauðá, skipastigi og járnbrautarbrú. ið víðáttumeiri en nú. Hudsonflóinn var þá þurrt land. Grænland og heimskautslöndin voru þá ein samfelld heild; til beggja hliða náði þetta land hundruð mílna út í Kyrra- haf og Atlantshaf. Landið var mjög lágt, íeis aðeins lítið eitt yfir sjávarmál; enn lægra belti þessa forna lands var þar, sem slétturnar miklu eru lægstar í dag. Þá hófust eldgos og jarðskjálftar og mið- bik vestursléttunnar beygðist seint og hægt niður og hin fyrsta innrás sævar flæddi inn á þessa sokknu spildu að austan og féll út að vestan, þar sem nú er Suður-Californía; það huldi það svæði, sem nú eru Klettafjöll, og mikinn hluta þess, sem nú eru sléttufylki. Upp úr þessu flóði stóðu Alaska, British Columbia og partur af Bandaríkjunum. Þetta flóð og þau, sem síðar komu, flæddu inn mjög hægfara. Hvert fyrir sig tók um 50 milljónir ára að rísa og falla. Nákvæm- lega sörnu öfl eru að verki enn í dag, en þau eru svo hægfara, að þeirra verður tæp- lega vart á heilli mannsævi án þar- til gerðra mælitækja. Til dæmis eru strendur Svíþjóð- ar að rísa úr hafi, en aðeins hálfan þuml- ung á ári, en eftir tíu þúsund ár verður inn- sævi það, sem nú er Eystrasalt, þurrt land. Milljóna ára regn svarf og eyddi frum- hjörgum landsins, straumvötn báru hið mol- aða berg til sjávar og það settist í sjávar- botninn og breyttist í berghellu á nýjan leik; þessi nýja steintegund er þekkjanleg á tak- mörkum Cambríaflóans. Þegar tímar liðu, myndaðist smávegis sjávargróður og frumstæðar lífverur, svo sem: sæormar, svampar, sniglar, marglitt-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.