Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 40
26 ORUSTUSKIPINU BISMARK SOKKT N. kv. »Bismarckc< Framh. af bls. 23. Tov'ey flotaforingi á King Georg V. var ennþá langt í burtu, en gerði sér þó vonir um að koma á vettvang kl. 9 f. h. þann 25. Kl. 6.40 um kvöldið sneri Bismark slcyndi- lega við og hóf skothríð á brezku skipin. Sú viðureign stóð aðeins stutta stund, og kom í ljós síðar, að þessi árás var einungis gerð til að leyna brottför Prins Eugens, sem nú hélt með fullri ferð suður á bóginn og kom til flotalægisins Brest eftir 10 daga, en liafði þá tekið eldsneyti úr birgðaskipi á leiðinni. Flugvélamóðurskipið Victorius sendi nú upp nokkrar flugvélar búnar tundurskeyt- um. Eftir tveggja klukkutíma flug í mikl- um mótvindi og afleitu skyggni fundu þær Bismark og hófu þegar árásir þrátt fyrir á- kafa skothríð. Eitt tundurskeyti hæfði skipið aftan við stjórnturninn. Mun þetta tundurskeyti hafa valdið einhverjum skemmdum og jafnvel dregið úr hraða skipsins. Allar flugvélarn- ar náðu heilu og höldnu aftur til flugvéla- móðurskipsins. Nú var eklci um annað að ræða en að íresta öllum frekari aðgerðum til birting- ar um morguninn. En kl. 3 um nóttina missti beitiskipið Suffolk skyndilega sjón- ííi af Bismark. Ástæðan fyrir því var sú, að er skipin komu suður á bóginn, voru þau í stöðugri hættu fyrir kafbátum Þjóðverja og urðu því að fara í óteljandi krákustigi eða slaga fram og til baka. Þegar Suffolk hafði eitt sinn siglt nokkra vegalengd í vesturátt, hvarf Bismark úr ratsjá þess. Skipið sneri þegar við, og kom Bismark þá aftur í ljós. Þegar skipið sigldi annan bóg í vestur, hvarf Bismark alveg og kom ekki fram í ratsjártækinu, hvernig sem leitað var. Þessi fregn, að Bismark væri horfinn, valcti ringulreið og örvilnan meðal brezka flotans, og flotamálaráðuneytið, sem nú stjórnaði öllum aðgerðum, skipaði svo fyr- ir, að hafin skyldi víðtæk leit. Þegar Bismark hvarf, var hann staddur 350 sjómílur suð-suðaustur af syðri odda Grænlands. Spurningin var sú, hvort hann hefði snúið við eða héldi áfram í suðurátt. Vitað var, að það hafði misst mikið af elds- neyti og stytzta leiðin til öruggrar hafnar var til Brest. Öllum flotanum var því skip- að að halda í suðurátt. Mikill fjöldi flugvéla var sendur af stað til að leita að Bismark. Tóku flugvélar frá Englandi, Islandi og auk þess flugvélar frá Nýfundnalandi þátt í leitinni. Ennfremur flugvélar frá flugvélamóðurskipinu Victor- ius. En leitin bar engan árangur. Mánudags- morguninn voru horfurnar orðnar mjög ískyggilegar, Svo til öll herskipin, sem höfðu verið samfleytt í 4 sólarhringa, knú- in fullu vélarafli, voru nú að verða elds- neytislaus og gátu ekki lengur haldið fullri ferð. Ekki virtust því horfur á öðru en leitinni yrði hætt og skipin send til hafnar til þess að taka eldsneyti. En þá, kl. 10,30 f. h., fannst Bismark. Það var Catalínuflugbátur frá bækistöð á írlandi, sem fyrst sá skipið um það 1700 sjómílur frá Brest. Catalínubáturinn lask- aðist' og sambandið slitnaði við hann. En eftir hálftíma fundu tvær flugvélar frá flug- vélamóðurskipinu Ark Royal Bismark. Aftur var nú allur brezki flotinn kominn á sporið, og nú var, þrátt fyrir lítinn elds- neytisforða, siglt með fullri ferð í áttina til Bismarks.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.