Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 43
N. kv. ORUSTUSKIPINU BISMARK SOKKT 29 írá 15 þumkuiga kúlum frá Bismark. Þær þutu yfir stjórnpallinn, ein of stutt, en tvær og langt. Eg velti því fyrir mér, hvort 4. kúlan mundi liæfa, og áður en ég vissi af, liafði ég leitað til útgöngudyranna, en sá svo, að olíkt var hlægilegt, og tók aftur að horfa á Bismark og hvernig honum reiddi af. Alveg einstök sjón bar nú fyrir augu. Orustan hafði staðið tuttugu mínútur, og það varð séð, að tveir af stærstu skotturnum skipsins og nokkrar minni fallbyssur héldu enn uppi skothríð, ef til vill nokkuð reikulli og ónákvæmri, því ekkert skip okkar megin gaf til kynna, að það lieíði orðið fyrir skoti. En það, sem við sáum, voru örsmáar mannverur, sem þutu eftir þilfarinu á Bis- mark og klifruðu síðan út fyrir borðstokk- inn, litu snöggvast um öxl, en létu sig svo falla í sjóinn. Aðrir höfðu ekki svo mikið fyrir að líta við, heldur hentu sér útbyrðis, einn af öðrum. Nú tóku minni fallbyssur okkar að skjóta niður yfirbyggingu óvinaskipsins, og sterk- ur blossi gaus upp í hrúnni og teygði sig liátt til himins, og vafalaust hafa allir, er þar voru, farizt. Enginn reykur sást, hitinn hafði brennt allt. Enn var skotið á okkur úr lítilli fallbyssu, og enn virtist skipið mjakast áfram, en hallaðist þó örlítið á bakborða. En ekki var um annað að ræða en að skjóta byssurnar í ömurlegar rústir. Það var leiðinlegt að sjá svona voldugt og mikið skip gert að þvílíku rekaldi. Það gaf því lífsmark, að það hreyfðist og menn sáust henda sér fyrir borð. Einhver varð að gera út af við skipið, því að gunnfáni þess var enn við hún í siglutoppinum. Orustuskip okkar snéri sér nú við, en beitiskipið Dorsetshire sigldi til skipsins til að gera að fullu út af við það með tundur- skeyti. Þegar við vorum um það bil 10 sjó- mílur undan, hvolfdi skipinu, og sneri kjöl- urinn upp góða stund, en síðan lyftist stefn- ið upp, og áður en nokkurn varði, var allt horfið í djúpið. Hér lýkur þessari frásögn. Þegar Bis- mark sökk, var klukkan rúmlega ellefu 27. maí. Um allan heim vakti þessi viðureign geysilega athygli. Hefði Bismark komizt undan, mundi álit brezka flotans hafa beð- ið mikinn hnekki. Baráttukjarkur sjóhers- ins hefði lamazt og siglingar um Atlanzhaf hefðu verið taldar hættulegri en áður, er stöðugt mátti búast við nýrri árás af völd- um þessa mikla skips, sem stór hluti af öfl- ugustu herskipum Breta gátu ekki ráðið við. STÖKUR ÚR ÝMSUM ÁTTUM Ósköp er nú indælt hér úti í hjalli að vera við gamalt vín að gamna sér og glerhákarl að skera. Ærnar karlsins átta talsins eru að valsa um fjöruhorð; Þær fá galsa af gróðri dalsins, guð þá fjallsins lífgar storð. Áður maður meyju kaus að milda lífsins vetur. Þá var ástin lyktarlaus, en lánaðist þó betur. Hávært tal er heimskra rök, hæst í tómu bylur. Oft er viss í sinni sök, sá er ekkert skilur.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.