Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 44

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 44
30 N.Kv. Margary Sharp: O iinrar trappan — Smásaga — Um leið og veggir lystihússins komu í ljós, rann bíllinn mjúklega eftir síðustu beygjunni. Druten yngri hemlaði og dró úr hraðanum. Honum fannst þessi stund hátíð- leg. Hann sá konu sína útundan sér. Hún horfði áfjáð á umhverfið, tigin á svip. Drut- en dró enn meir úr ferðinni og leit aftur í bílinn. Þar sat kínverskur þjónn ásamt tveimur snáðum, er voru klemmdir milli farangursins. Annar drengurinn var kín- verskur, sonur þjónsins, hinn amerískur, sonur Drutens. „Er það hérna?“ spurði Druten. Fu Lin kinkaði kolli. Hann var ungur maður, á aldur við húsbónda sinn, en and- lit hans var svo hrukkótt, að hann hefði get- að verið yfir nírætt. Lifandi eftirmynd föð- ur síns, datt Druten skyndilega í hug, og sem snöggvast fannst honum sem hann væri orðinn barn aftur, borinn á bláldæddum herðum og héldi sér í langan flétting. Bíllinn sveigði nú inn undir pálmatrén eftir breiðum sandstíg. Staðhættir voru þannig, að Villa Caterina stóð tæpt á mar- bakkanum, umgirt görðum á þrjár hliðar. Að baki var breið steinflöt, er vissi út að bláu Miðjarðarhafinu. Druten stöðvaði bíl- inn við enda stígsins og hjálpaði konu sinni út. Þau voru dálítið stirð, en hvorugt skeytti um það. Eins og Fu Lin fundu þau til djúpr- hafði andstyggð á öllum slúðursögum, ar, næstum heilagrar geðshræringar. Þau einblíndu á hvíta steinveggina og fengu á- kafan hjartslátt. Þetta var ættaróðalið í tvær kynslóðir og hafði að geyma auk frægs málverkasafns svo nýstárlegan og dýrmæt- an ættargrip, að hjónin gengu rakleiðis til að skoða hann án þess að líta við málverk- um Rembrandts. Því að þau sönnuðu aðeins það, sem hver maður þegar vissi, að Druten eldri hafði verið vellauðugur. Hins vegar bar krossinn, sem ristur var í steininn, vott um dálítið annað, sem naumast var á allra vitorði .... sem sé það, að Druten eldri hafði öðlazt nokkuð, sem vó á móti auðæf- unum. Um öndverða ævi Drutens eldra, þar til hann fór til Austurríkjanna og kvæntist göf- ugri konu, voru staðreyndir af skornum skannnti. Milli þrítugs og fertugs græddist honum fé í San Francisco. I þeirri borg gerðu fjórir Kínverjar, sem að öðru leyti voru góðir og gegnir menn, tilraun sitt í hvert skiptið til að myrða hann. Allt annað var aðeins orðasveimur, eins og ættingjar konu lians bentu á: Gamli maðurinn, sem leigði sér lífvörð og liélt áfram að græða. Hann græddi á lyfjaverzlun, um svipað leyti og lýðveldin í Suður-Ameríku tóku að fal- ast eftir kínversku kvenfólki. Er slúðursög- urnar mögnuðust, opnaði Druten eldri nýja lyfjabúð og styrkti lífvörð sinn. En óheppn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.