Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Side 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Side 45
N. Kv. ONNUR TRAPPAN 31 in elti hann, því að sama daginn, sem hann opnaði, framdi gamall Kínverji sjálfsmorð á nýju marmaragólfinu hjá honum, harm- þrunginn að sögn vegna missis dóttur sinn- ar. En þá sannaði Druten gamli, hvað í hon- um bjó. Hann hélt rakleitt á fund sonar gamla Kínverjans og bauð honum þjóns- stöðu og lífvarðar gegn bærilegum launum. Sonurinn hugsaði sig um, leitaði véfrétta hjá guðum sínum, setti alls konar fyrirvara, m. a. þann, að hann hefði með sér son sinn, tvævetran og heiðgulan. Hét sá Fu Lin eins og faðir hans. Að þessu geklc Druten, hann mundi hafa gengið að hverju sem var. Fu Lin var enn tvíátta, hækkaði laun sín um hundrað prósent og þá að lokum boðið. Slíkt var svar Drutens gamla við skæð- um tungum: Sonur látna Kínverjans orðinn dyggasti þjónn hans. Hér eftir dvaldist hann aðeins eitt missiri í San Francisco, notaði þann tíma til að ganga frá ýmsum viðskipt- um, og voru honum ekki sýnd fleiri bana- tilræði. Skuldaskil gengu mjög að óskum, og stóð hann mjög nærri bandarískum millj- ónamæringum að þeim loknum. Hann var að vísu enginn Rockefeller, en gat þó gefið konu sinni Rembrandtsmálverk. Eftir gift- inguna settust þau að í Evrópu, þótt undar- legt mætti virðast, þar sem Druten gamli var naumast nokkur heimsborgari, og keyptu stórt, fremur snoturlegt lystihús á Miðjarð- arhafsströnd. Voru garðar á þrjár hliðar, en að baki stór steinflöt. Þar sem hún þraut, lá stuttur, brattur stigi niður að sjónum, og enginn kross á næstneðstu tröppunni í þann tíð. Frú Druten kom málverkunum fyrir, hafði boð inni fyrir heldra fólk sveitarinn- ar og ól son á tilskildum tíma. Hér lánaðist Druten gamla að deyja eftir óvenju mislitt æviskejð, að vísu ekki á sóttarsæng, en þó á fullkomlega heimilislegan og viðfelldinn liátt. Atvik voru þau, að eitt kvöld síðla var hann að ganga niður steintröppurnar, því að hann naut þess í ríkum mæli að láta róa með sig á kyrrlátum sjónum á friðsælum kvöldum. Varð honum þá fótaskortur í næst- neðstu tröppunni og rann hljóðlaust sem áll niður í djúpið. Fu Lin, sem beðið hafði ferðbúinn í bátnum, stakk sér án tafar og rak um leið upp óp til að gera viðvart heima í húsinu. Nokkrum augnablikum síðar leiftruðu ljós frá nágrenninu, og hróp og köll kvað við. Bátum var skotið iít. Fu Lin kafaði aftur og aftur allt til morguns, en þá varð að bera hann til hvílu, svo var hann lé- magna. Læsa varð herbergisdyrum hans, svo var hann óðfús að halda leitinni áfram. Líkið fannst eftir þrjá daga. Fu Lin fann það þó ekki, heldur aðkomustrákur, óþreytt- ur og stæltur, er eyddi heilu síðdegi í að kafa. Hann fann líkið tæpa tvo metra frá rótum stigans •— inni í klettaskúta, sem eng- inn hafði vitað um. Inni í þessum skúta hafði líkið legið klemmt, meðan leitarbát- arnir svifu yfir og Fu Lin klauf öldurnar. Druten gamli var nú dreginn upp og jarð- aður undir marmarahellu í næsta kirkju- garði mótmælenda. Mánuði síðar andaðist Fu Lin. Hann kvaðst hafa lokið skyldustarfi sínu og sá enga ástæðu til að lifa lengur. En áður en hann lézt, sat hann tvo daga í röð í steinstiganum og risti í næstneðstu tröppuna stóran kross til minningar um húsbónda sinn. „Þarna er hann, James,“ sagði frú Drut- en lágt. Þau horfðu þegjandi niður. Þau höfðu loúizt við honum og þó ekki. En þarna var hann, dálítið grænmengaður af þara, en skýr kross, ristur djúpt í bergið. „Ef þjónn manns veit ekki hið sanna, hver þá?“ spurði Stella Druten. „Að hugsa sér

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.