Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 47

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 47
N. Kv. ONNUR TRAPPAN 33 margir frá Bandaríkjunum. Þeim frönsku og ítölsku var alltaf fyrst sýnt málverka- safnið, en Bandaríkjagestum, einkum þeim, sem voru að flýta sér, tafarlaust fylgt til stigans, sem lá niður að sjónum. Druten gamli var að vísu enn í f'ersku minni, en sýn krossins og sagan um dyggð þjóns hans hafði alltaf sín áhrif. Þessi saga var á boð- stólum í París, endurtekin á skipinu og barst að lokum víðsvegar um Bandaríkin. Og það hrást ekki, að allir létu í ljós undrun sína yfir óvenjulegri drottinhollustu Fu Lin- íeðganna. Og vissulega vakti hinn alvarlegi, ungi Kínverji og litli guli drengurinn engu minni athygli en Rembrandtsmálverkin, enda áttu þeir sinn þátt í rómantískri sögu Drutens eldra. Meðan aðrir sváfu hádegisblund, sáust þeir oft við enda steinflatarinnar á stigaskörinni. Drengurinn starði hátíðlega niður, og faðir hans útskýrði með seim- dregnum, gómmæltum setningum þýðingu krossins, því að þeir mæltust enn við á kín- verslcu. Charles litli sat í kennslustundum með Jimmy Druten, var leikfélagi hans og svaf í næsta herbergi við hann, eins og Fu Lin sjálfur svaf í námhnda við föður Jimmys. Barnið var lífvörður og þjónn meira en í orði og fetaði í íótspor feðra sinna með sannri, austurlenzkri ættrækni. „Það er hættulegt, hvernig liann tilbiður Jimmy,“ sagði frú Druten stundum hlæj- andi. í leikum var Charles yfirleitt flónskur og klaufskur. Eina íþrótt hans var að slöngva steinum. Flann gat hitt með steinvölu fimm franka pening í 30 fetá fjarlægð. Druten datt stundum í hug, að hann gæti orðið hlut- gengur krikketleikari í Englandi, því að hann sigraðist skjótt á heimsborgaraeðlinu og hafði helzt í sinni að gerast brezkur þegn. Kona hans hélt hins vegar tryggð við megin- landið. I skólanum liélt Charles sig í virðulegri fjarlægð eftir félaga sínum, en í einu atriði skákaði hann honum. Með penna eða pensli gat hann gert allt, sem honum sýndist, ritað flúrað, ítalskt letur eða teiknað stór, svört rittákn á silkipappírsræmu. Hendur hans voru þá fallegar, bærðust með rólegu, ná- kvæmu öryggi og meðhöndluðu vinnutækin næstum með viðkvænmi. Og þessi við- kvænmi var engin uppgerð, því að einn dag í lok fimmta mánaðar fannst vængbrotinn sjófugl á steinflötinni. Gulu fingurnir vörp- uðu frá sér penslunum og tóku að lappa upp á hrotna beinið. Charles litli útbjó með að- stoð föður síns spelkur, á lengd við hálfa eldspýtu, og bindi, einn sentimetra á breidd. Fuglinn gat brátt farið að trítla og snurfusa heila vænginn. Batinn hélt áfram í eina viku, en á áttunga degi varð fuglinn rottu að bráð. Eftir það átti Charles óvin, og tvisvar, þrisvar á dag heyrðust steinarnir þjóta, en árangurslaust. Þannig leið tíminn ósköp þægilega, unz eitt síðdegi, að skringilegur atburður átti sér stað. Það var upp úr hádeginu. Druten lá á legubekk, en gat ekki fest blund. Hann reis upp, fékk sér vatn að drekka og gekk út að glugganum. Hann stóð þar í nokkrar mínútur og virti fyrir sér sólglitað hafið. Var að hugsa um að halla sér aftur, en þá kom hann auga á nokkuð á steinflötinni, sem vakti athygli hans. Litli hörundsguli drengurinn, sem jafnan var ónæmur fyrir hádegishitanum, lá í laun- sátri fyrir óvini sínum, rottunni. Hann hafði með sér beztu kaststeinana, tvo stóra, gul- leita hnullunga, er sjórinn hafði sorfið og íægt. Drengurinn sat í forsælu, kyrr eins og stytta, og lét augun hvarfla um sólbakaða

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.