Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Qupperneq 51
N.Kv. 37 _____ Framhaldssaga eftir Þórdísi Jónasdóttur. Dalurinn og þorpið Hrukkan dýpkaði á milli augnanna á stjúpunni. Hún fór að raula sálmavers. Hún skal þó sýna honurn, hvor er sá sterkari. Steini kom að utan með hvolp undir liend- inni, mjúkan, kátan smáhéppa, sem þau höfðu flutt í lokuðum kassa. Hann var dá- lítið utan við sig eftir ferðalagið, en sleikti nú hönd Steina í ákafa. Finna gaf honum kjöt, reytti það ofan á gólfið. Þú ert svangur greyið, sagði hún. Steini settist á uppbúið rúmið og byrjaði að snæða. Það var stundarþögn. Þá sneri drengurinn sér allt í einu að föður sínum og sagði: Hún skipaði mér að hátta hjá krökkunum, pahbi. Eg geri það ekki. Ég sef hjá þér. Þú sefur hjá systkinum þínum, eins og ég er húin að margsegja, eða þú getur legið á gólfinu, ef þú vilt það heldur. Það er kom- inn tími til þess að þú sért látinn gegna, annaðhvort með illu eða góðu. Þegiðu! Fjandinn þinn. Ég var ekkert að tala við þig. Rödd drengsins titraði. Það er ljótt, Bjössi minn, að tala svona við fullorðið fólk, sagði Steini með hægð. Drengurinn horfði leiftrandi augum á föður sinn, en kom engu orði upp fyrir geðshræringu. Þú verður góður drengur, Bjössi minn, og gerir eins og þér er sagt. Steini þurrkaði blaðið á sjálfskeiðingnum sínum og stakk honum í vasa sinn. Hann var búinn að borða. Svei! Drengurinn sneri sér undan og fór aftur að horfa á heiðríkjublettinn í suðrinu. A þessu augnabliki var hann munaðarlaus. Hann hataði föður, sem lét aðra ráða yfir sér, fyrirleit föður, sem tók svari stjúpunnar gegn sínu eigin barni. Hann stóð stundar- korn með samanbitnar varir út við gluggann cg heiðríkjan varð æ bjartari. Það var eins og hún vildi laða hann til sín. Þegar hann snéri sér við, var Finna háttuð og lá í hvítri nátttreyju upp við þil. — Hann gæti hrækt á hana. Hann fór að tína af sér spjarirnar og ýtti harkalega frá sér hönd föður síns, sem vildi hjálpa honum úr peysunni. Ég get þetta sjálfur, sagði drengurinn kuldalega. Hann tók svo fast á axlabanda- sprotanum sínum, að hann sleit töluna úr buxunum. Talan datt á gólfið, en hann hirti ekki um að taka hana upp. Hann lét fötin sín liggja í hrúgu á gólfinu, skreið svo upp í til systkina sinna og breiddi ofan á sig. Hann sneri sér til veggjar, af því að hann vildi ekki sjá þau. Aldrei að eilífu. Fyrst faðir hans var ánægður með þessa ljótu eldgömlu kerlingu, með vörtu á nefinu og blakkan háls, var bezt, að hann hefði hana. I huganum lumbraði drengurinn á henni, sparkaði í hana, lamdi hana flata, eins og skel, sem maður brýtur undir fætinum. Ef
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.