Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Side 55

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Side 55
N.Kv. DALURINN OG ÞORPIÐ 41 var gott. Finna hafði skipað honum að signa sig, en hann lét sem hann heyrði það ekki. Nei, hann ætlaði áreiðanlega ekki að hlýða því. Hann dáðist að fjallinu og árgilinu. Sýndist, að svo glatt hefði sólin aldrei skin- ið. Hann sá rústir af bæ hinum megin við ána. Skyldu þar hafa búið útilegumenn til forna? Hann horfði einnig norður eftir dalnum og sá engan bæ. Hér voru víst engir strákar á næstu bæjum, sem hægt væri að fá í tusk, bara þessi ljóshærða stelpa, sem stóð á bæjarhólnum og horfði á eftir þeim í gær. Skyldi það vera satt, að hún sé orðin læs? Hann rölti af stað upp túnið, sá, að girð- ingin var slitin og lá víða niðri. Pabbi hans yrði víst að gera við hana. Annars yrði ekki nokkur leið að verja túnið. Hann hélt áfram, mæddist og hvíldi sig, en hærra ætlar hann, hvað sem hver segir. Hvolpurinn kom í hum- áttina á eftir. Nú sáu þeir líka vítt yfir. Drengurinn settist á flatan stein og tók hvolpinn í faðm sér. Honum ógnaði bratt- inn. Lengra uppi voru skriður og enn hærra kolsvartir hamrar, flekkóttir af snjó. Það var víst bezt að fara ekki lengra í bili. Hann horfði út eftir dalnum. Ain streymdi norður eftir, róleg og straumlygn. — Hún líktist þaninni gráblárri voð. Drengurinn mundi eftir ljótum gráum voð- um og öðrum hvítum, sem ofnar voru á Mör- íelli. Hvítu voðirnar voru klipptar sundur í rekkjuvoðir, sem sofið var á. Þessi bláa voð var fallegri. Hún var eins og þær, sem þeir vefa inni í hólunum og Klettahæ. Einu sinni ætlaði hann sér að heyra huldufólkið spinna. Hann lá heilan dag sunnan í Alfhól, skammt frá Mörfelli, en heyrði ekkert. Hann lá þar langt fram á nótt og lézt ekki heyra, þó að kallað væri á hann. Það var Maídís, sem fann hann. Þegar heim kom, var móðir hans að gráta. Hún hélt, að hann væri drukknaður í vatninu. Utilegumennirnir áttu fjöllin með Guði. Einu sinni ætlaði drengurinn að verða úti- legumaður og drepa fé húsmóðurinnar á Mörfelli. Hann var ekki alveg horfinn frá því enn. Hann fann sykurmola í vasa sínum, mola, sem hann hefir einhvern tíma krækt sér í úr sykurkarinu. Molinn var óhreinn. Drengurinn horfði á'hann og staklc honum síðan upp í sig. Sást þá enginn bær? Var þessi dalur hér- umbil í eyði? Þarna útfrá, lengst í burtu var bær og bæjarlækur, og stelpa, sem var húin að læra að lesa. Skyldi annars vera nokkuð gaman að læra að lesa? Sumir sögðu það. Skyldi það borga sig að reyna, hvað satt er í þessu. Maídís kunni að lesa og las kverið úti í fjósi. Það var áreiðanlega ekki gaman að því. Nei, sjáið þið bara! Þarna var svolítill víðirangi, mjúkur, hnöttóttur, gulbleikur hnoðri, mýkri en hárið á Siggu. Drengurinn laut ofan að víðigreininni og virti liana fyr- ir sér. Hann þekkti fá hlóm. Hann þekkti lúnsóleyna, smárann og háa puntinn. Helga gamla sagði honum frá smjörlaufinu, sem mjólkurærnar hitu. Hér var kannske smjör- lauf? Verst að þekkja það ekki. Hann stóð upp og kallaði hástöfum til þess að heyra bergmálið. Hvolpurinn fór óðara að gelta. En geltið var aumkunar- legt og nálgaðist ekki hinn rétta tón. Þá var kallað heiman frá bænum. Það var faðir drengsins, sem kallaði. — Bjössi svaraði til að héyra aftur bergmálið, hina einkenni- legu rödd gljúfranna. Það er líklega bezt að hlýða núna og fara þá heldur lengra næst. Ég kem, hrópaði hann o’g stökk ofan brekkurnar eins og fætur toguðu. — Þú átt ekki að vera að stökkva þetta burtu frá bæn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.