Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 62

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Page 62
48 N.Kv. bara, hvernig hann horfir upp eftir. Ég skal ábyrgjast, að hann sér eitthvað þarna í sundinu. Kannske draug. Sigga fór að skæla. Grenjarðu um hábjartan dag, stelpa. Það ætti að flengja þig. Komdu, Sigga mín. Valdi tók í bönd hennar og leiddi hana burt með sér. Þau voru ekki sátt um kvöldið. Eldri drengurinn fékk lánaðan hníf föður síns og fór að tálga spýtu. Hann var óhreinn um hendurnar og vildi ekki þvo sér. Systkinin höfðu klagað og hann fengið ávítur. Hann Irafði óbeit á að hátta hjá stelpu, sem klag- aði. Þú ert ræfill, sagði hann fyrirlitléga. Hann hafði oft beðið föður sinn að smíða sér rúm, eða fá lánað auðarúm einhvers staðar, en faðir iians anzaði því engu. Hann taldi það víst ekki svaravert. Og þar stóð drengurinn, eftir að aðrir voru gengnir til náða. Þegar hann háttaði, iak hann Valda harðri hendi úr holunni hans og sofnaði sjálfur til fóta systkinanna. Þar var liann þó eins og svolítið út af fyrir ’sig. Hvar var hægt að komast yfir peninga? Rúm fást keypt fyrir peninga. Einhver hef- ir sagt honum, að gull sé fólgið í jörðu. Hann trúir því. Ætti hann að grafa? Eða lieita á huldukonuna í klettabæ? Hvort var betra ? Hann sá í huganum gull í urðinni vestan í Stóruskriðu. Það glitraði í vorregn- inu, eins og dögg eða sólargeisli, en sjálfur stóð hann á brúninni og studdi sig fram á rekuna. Þá ætlaði hann að flytja úr þess- um dal, sigla burt á ókunnu skipi, verða riddari, mesti maður heimsins. Finnu skal Iiann reka í útlegð, ekki einn einasta eyri skal hún fá. Systkinunum og pabba ætlar hann að vera mildur, ekki erfa það við Siggu, þó að hún hafi klagað. Þegar hann var alveg að sofna, man hann eftir því, að móðir hans sagði forðum daga, að enginn maður ætti með réttu annað fé en það, sem hann ynni fyrir, aðrir fjársjóð- ir blessuðust ekki. Mamma sagði! Hann ætlaði að vinna fyrir þessu, moka með skóflunni sinni, þar til gullið væri fundið. Ekki að heita á álfkonuna strax. Þó þóttist hann alveg sannfærður um, að hún væri sér vinveitt. Nokkrum dögum síðar sat annar gestur í stofu bóndans. Það var hreppstjórinn, breiður og kennimannslegur um axlir. Hann var að líta eftir, hvernig smábóndinn sæti kotið, hvort hann væri byrjaður að slá og hvernig lionum biti. Jarðeigandanum þótti allt í sæmilegu slagi, túnið sprottið og vel tekið til tótta, nýjar glerrúður í gluggum. Hér er einstaklingsframtakið á sinni réttu hillu, sagði hreppstjóri. Þeir sátu við borðið. Leigubóndinn dá- lítið lotinn og þreytulegur, með langt yfir- skegg og þunnt ógreitt hár, hreppstjórinn virðulegur með lálitla ístru, sem klæddi hann. Húsfrúin í eldhúsi að baka pönnu- kökur. Hreppstjórinn spurði eftir kúnni, hvort hún mjólkaði ekki. Þetta var indælis taða, sem ég lét með henni, Þorsteinn. Jú, Steini kannaðist við það. Hreppstjórinn bauð í nefið, opnaði fag- urlega gerðar silfurdósir og bað hann að gera svo vel. Takk, sagði Steini. Hinn ræskti sig. NÝJAR KVÖLDYÖKUR Útgefandi: Kvöldvökuútgáfan, Akureyri. Ritstjórar: Jónas Rajnar, Gísli Jónsson. Framkvæmda- stjóri: Kristján Jónsson. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.