Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 12
130 N.Kv. Björgvin Guðmundsson: LfTlL JÓLA£3QA Hún hét Karólína og var kölluð Lína. Þegar hún var á þriðja árinu, missti hún móður sína og fylgdi síðan föður sínum, sem þá gerðist vinnumaður á stórbýli og vann þar fyrir þeim báðum, því að hann var sár-fátækur. En svo dó faðir hennar á miðju sumri, þegar hún var á áttunda árinu. Og með því að hóndinn andaðist um svip- að leyti og börnin voru öll uppkomin og gift sitt í hvora áttina, varð heimilið forstöðu- iaust, og treysti ekkjan, sem komin var yfir sjötugt, sér ekki til að halda búinu áfram, heldur leysti hún heimilið upp þá um haust- ið og flutti til dóttur sinnar, sem var búsett í annarri sýslu. En þar sem Lína litla hafði að hálfu leyti alizt upp á hennar heimili, kom hún henni fyrir til bráðabirgða hjá vinafólki sínu þar í sveitinni, en annars kom það til hreppsins kasta að sjá henni íarborða. Hjónin, sem nú tóku við Línu litlu, hétu Sveinn og Guðrún; áttu þau að heita bjarg- álna, en ekkert heldur fram yfir það. Þau voru við aldur og áttu fjögur börn, og koma þau ekki við sögu, nema lítillega það yngsta, telpuhnyðra á aldur við Línu. Hét hún Þor- gerður og var kölluð Gerða. Var hún eftir- lætisbarn foreldranna, einkum móður sinn- ar, og ekki með öllu óspillt af þeim sökum, auk þess sem hún var kaldlynd nokkuð og eigingjörn, enda lialdin óþroskuðu sjálfs- áliti og æði uppivöðslusöm. Hins vegar hafði Lína aldrei haft neitt af eftirlæti að segja, nema það lítið faðir hennar gat hlynnt að henni í fátækt sinni og umkomuleysi. Það mátti því heita svo, að hún þekkti ekki ann- að en munaðarleysi og vanmáttarkennd. Hún var í verunni fremur mislynd og ama- söm, og grátgjörn þegar „dintirnir“, eins og Gerða var vön að orða það, voru í henni. Og auk þess sem hún saknaði föður síns, hafði hún þarna talsvert óyndi og fann því sífellt til umkomuleysis síns, bæði sjálfrátt og ó- sjálfrátt. Eðlilega skildi Gerða þetta ekki, og líklega hvorug telpnanna, en þótti bara Lína lundleið og þreytandi, og bæði stríddi henni á því og klagaðist yfir því við mömmu sína.Annars lét heimafólk þessa erúð stelpn- anna sig litlu skipta, en hallaðist þó heldur á sveif með Gerðu, ef svo bar undir, og þó ekki væri unr beinlínis ósamkomulag að ræða milli stelpnanna. var það nóg til að skjóta slagbrandi fyrir, að þær gætu orðið samrýmdar. ------— Og nú var komið aðfanga- dagskvöld jóla, fyrstu jólanna, sem Lína iitla var föðurlaus. Var hún því óvenju ang- urvær með sjálfri sér, án þess þó að eftir því væri tekið. Enda þótt jólagjafa-plágan væri enn ekki lcomin til sögunnar að neinu ráði, fékk samt eftirlætisbarnið, Gerða, nýj- an kjól í eins konar jólagjöf. Þóttist hún svona heldur en ekki að manni, þegar hún var komin í þann skrúða, og var óþreyt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.