Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 47
N. Kv. 165 «r ______ Framhaldssaga eftir Þórdísi Jónasdótfur. \ Dalnrinn og þorpið Hann stóð út í dyrum, meðan föður Iians var vigtað út kaffi, sykur, grjón og fleira. Búðarmaðurinn var ekki ómjúkur á mann- inn, en drengnum fannst eitthvað auðmýkj- andi við framkomu föðurins, eins og hann væri að biðja um eitthvað af náð. Svo komu nokkrar telpur í stuttum pilsum inn í búð- ina. Þær voru leggjalangar og héldu á aur- um sínum í lófanum, en voru ekki afgreidd- ar strax, því búðarmaðurinn átti annríkt. Þær horfðu á drenginn og stungu saman nefjum, horfðu aftur á hann og hlógu. Kaupmaðurinn talaði eitthvað um skuld, en drengurinn heyrði ekki liverju faðir hans svaraði, hann var svo lágmæltur. Telpurn- ar lézt drengurinn ekki sjá. Þegar þeir riðu heimleiðis um kvöldið feðgarnir og komu á veginn fyrir neðan Hvannn, stóð maður við túnhliðið og heið þeirra. Það var presturinn, síra Ingimar. Ekki vissi hann fyrir, hverjir þar voru á ferð. Hann hafði verið að reka fé úr bezta engjablettinum sínum og stanzað þarna til að kasta mæðinni. Drengurinn har óðara kennsl á prestinn og urðu með þeim fagn- aðarfundir. Klyfjar voru leystar af hestin- um og feðgarnir gengu heim með presti. Það lágu steinþrep upp í íbúðarhúsið, fjög- ur breið þrep, blóm í stórum leirpotti út á hlaði. Þarna var einnig skrúðgarður og rimlagirðing í kring og voru plögg breidd til þerris í grindina. I garðinum var eitt hátt reynitré og nokkur smærri. Kirkjan stóð ein sér á sléttri flöt og kirkjugarður nokkru fjær. I hlaðvarpanum var sóley og bjart að sjá norður til hafsins. Prestur bauð þeim feðgum til stofu. Kon- . an hans var ung og grannvaxin og hafði hún þýðasta málróm, jafnvel enn þýðari en kon- an á A. Þá var hún og vel ldædd, í bláan kjól með rauðum ísaumi og það var hvít blúnda á svuntunni hennar. Drengurinn stóð og litaðist um. Þeir þáðu góðgjörðir. Presturinn sagði konu sinni frá heimboðinu, sexii hann hafði gert drengnum. Svo hann verður þó líklega að fá að vera nóttina, svaraði hún. Faðir drengsins maldaði í móinn, en varð að láta undan og gefa leyfið. Drengurinn mátti vera tvo daga um kyrrt. Presturinn lofaði að sjá um hann til baka. Það er líklega réttast, að ég skilji hann Blesa eftir hjá þér, sagði Steini. Hann ratar fram dalinn og er fótviss, þó gamall sé. Og svo er engin hætta á að hann strjúki frá þér. Svo kvaddi faðirinn drenginn og hað Ixann að sýna presthjónunum mikla kurteisi. Því svaraði drengurinn ekki. Það var svo fráleitt að hann færi að hafa nokkur stráka- pör í framrni hér, að hann eyddi engum oi'ð- um að því. Vertu bless, sagði hann. Hann settist að borði með hvítum dúki, át mjólkurgraut með kanel og sykri og kjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.