Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 15
N. Kv. UM AUÐNIR OG ARHEIMA 133 Eftir að hafa neytt ágætrar máltíðar á Grímsstöðum, og ferðafélagar mínir voru horfnir í suðurátt, áleiðis til Austurlands, þá gaf ég mig á tal við aldraðan mann er var þar úti við. Eg hafði haft lítilsháttar kynni af honum fyrir 40 árum, og rúmum þó. Þá bjó hann hér í blóma lífs síns, en ég átti þá heima í Möðrudal um nokkurt skeið. Ræddum við saman um stund, og er hann trétti að för minni væri heitið norður í Ox- arfjörð, fótgangandi, sagði hann mér, að vörubifreið þaðan að norðan hefði farið suður í Möðrudal þá um morguninn, og væri hennar von til baka síðar um daginn, og mirndi ég efalaust geta fengið far með henni. — Það efaðist ég heldur eklci um að hefði orðið. En nú hafði ég lagt í þessa för, með þeim ákveðna ásetningi, að þræða sem mest með Jökulsá á Fjöllum, og þó einkum gilinu, eft- ir það hefst, til að fá nokkurt yfirlit um það, en ég vissi, að þar eru mörg íurðuverk náttúrunnar að sjá, og fegurð í ríkum mæli, en bessi leið verður ekki farin á bifreið. Þessu áformi vildi ég ekki breyta, og hafn- aði því þessu væntanlega, góða, boði, og hélt af stað eins og leið liggur þar. Var þá klukkan farin að ganga 3, og var það seinna en ég hafði ætlað, en af vissum ástæðum frestaðist brottför bifreiðarinnar frá Akur- eyri um morguninn um 14/2 klukkustund. Hólssel heitir norðvestasti bærinn í Hóls- fjallasveitinni, nær 9 km. norður frá Gríms- stöðum. Er ég hafði farið um þriðjung þeirrar leiðar, náði mér bifreið, sem var á leið norður í Hólssel. Var mér boðið upp í og þáði ég það vitanlega. Var kl. 3% er þangað kom. — Leiðin þaðan til efsta bæj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.